Regína Stefánsdóttir (Einarshöfn)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Guðný Regína Stefánsdóttir verkakona fæddist 5. desember 1905 á Norðfirði og lést 24. júlí 1986.
Foreldrar hennar voru Stefán Bjarnason bóndi og sjómaður í Seldal og á Grund í Norðfirði, f. 9. janúar 1853, d. 3. febrúar 1915, og kona hans Guðbjörg Matthíasdóttir húsfreyja, f. 11. nóvember 1865, d. 11. janúar 1947.

Guðný Regína Stefánsdóttir.

Regína var með foreldrum sínum á Grund í Norðfirði 1910, var á Helgustöðum í Reyðarfirði 1920.
Hún fluttist frá Norðfirði til Eyja 1924, var lausakona (þ.e. án fastrar ráðningar til vinnu) í Einarshöfn 1925, á Heiðarhól 1930, á Ingólfshvoli 1931 og í Varmadal 1934.
Hún var í Langa-Hvammi við fæðingu Laufeyjar 1937.
Regína fluttist úr Eyjum til Stokkseyrar um 1938, bjó þar í Pálsbæ og Baldursheimi, en bjó að síðustu í Reykjavík.
Hún lést 1986.

I. Barnsfaðir Regínu að tveim börnum var Páll Þórðarson frá Klöpp á Stokkseyri, verkamaður í Varmadal, síðar kyndari á Akureyri, f. 3. október 1903, d. 19. maí 1992.
Börn þeirra voru:
1. Guðjón Högni Pálsson sjómaður, farmaður, hermaður, verslunarmaður, f. 13. desember 1925 í Einarshöfn, d. 15. nóvember 2001.
2. Páll Hörður Pálsson skipstjóri, f. 17. janúar 1931 á Ingólfshvoli, d. 7. maí 1990.

II. Maður Regínu var Steindór Guðmundsson frá Tjarnarkoti á Stokkseyri, verkamaður, bifreiðastjóri, sjómaður í Baldursheimi og á Hólmi á Stokkseyri, f. 11. nóvember 1904, d. 29. júní 1959. Foreldrar hans voru Guðmundur Vigfússon sjómaður, sláttumaður í Tjarnarkoti, f. 1. júlí 1866, d. 4. júní 1944, og kona hans Jóhanna María Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 22. ágúst 1879, d. 25. janúar 1962.
Börn þeirra:
3. Laufey Steindórsdóttir húsfreyja, verslunarmaður á Selfossi, f. 24. nóvember 1937 í Langa-Hvammi í Eyjum, skírð á Stokkseyri 18. september 1938, d. 13. desember 2001.
4. Bára Steindórsdóttir húsfreyja, verslunarmaður á Selfossi, f. 7. desember 1938, d. 6. júní 2006.
5. Einar Sigurður Steindórsson fiskali, f. 1. desember 1943.

Myndir

     


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.