Rannveig Helgadóttir Bjarnasen

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Rannveig Jóhanna Helgadóttir Bjarnasen frá Dalbæ, húsfreyja á Haukabergi og í Reykjavík fæddist 3. febrúar 1898 á Vestdalseyri í Seyðisfirði og lést 22. apríl 1956.
Foreldrar hennar voru Helgi Guðmundsson útgerðarmaður og formaður í Dalbæ, f. 9. júlí 1870, d. 11. mars 1924, og kona hans Þóra Jónsdóttir húsfreyja, f. 17. júní 1868 í Presthúsum í Mýrdal, d. 11. mars 1965.

Börn Þóru og Helga voru:
1. Guðjón, fæddur 6. nóvember 1894 á Vestdalseyri í Seyðisfirði, dáinn í janúar 1919.
2. Rannveig, fædd 3. febrúar 1898 á Vestdalseyri í Seyðisfirði, dáin 22. apríl 1956, gift Óskari Bjarnasen háskólaverði, f. 21. mars 1899, d. 22. september 1957.
3. Margrét Helgadóttir, fædd 10. október 1902 í Eyjum, dáin 16. júní 1916.
4. Jónína, fædd 27. janúar 1909 í Eyjum, dáin 25. september 1999, síðast á Selfossi, gift Guðmundi Ketilssyni, f. 13. maí 1902, d. 21. ágúst 1981.

Rannveig var með foreldrum sínum í æsku, fluttist með þeim frá Seyðisfirði 1900, bjó hjá þeim í Dalbæ.
Hún vann hjúkrunarstörf.
Þau Óskar giftu sig 1925, eignuðust tvö börn. Þau byggðu Haukaberg 1926 og bjuggu þar, uns þau fluttu til Lands 1932. Óskar varð húsvörður í Háskóla Íslands og þar bjuggu þau.
Rannveig lést 1956 og Óskar 1957.

I. Maður Rannveigar, (1925), var Óskar A. Bjarnasen verslunarfulltrúi, skrifstofumaður, útgerðarmaður, f. 21. mars 1899, d. 22. september 1957.
Börn þeirra:
1. Baldur Guðjón Bjarnasen flugvirki, yfirflugvélstjóri, f. 27. janúar 1927 á Haukabergi, d. 12. febrúar 2012.
2. Ethel Maggý Bjarnasen húsfreyja, danskennari, bankastarfsmaður, f. 26. mars 1930 á Haukabergi, d. 29. desember 2001.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.