Ragnar Þór Baldvinsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 14. maí 2023 kl. 10:43 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 14. maí 2023 kl. 10:43 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Ragnar Þór Baldvinsson frá Steinholti við Kirkjuveg 9a, bifvélavirki, slökkviliðsstjóri fæddist 31. desember 1945.
Foreldrar hans voru Baldvin Skæringsson frá Rauðafelli u. Eyjafjöllum, sjómaður, matsveinn, stýrimaður, skipstjóri, bátasmiður, f. 30. ágúst 1915, d. 24. febrúar 2006, og kona hans Þórunn Elíasdóttir húsfreyja, f. 1. desember 1916, d. 29. júlí 1990.

Börn Þórunnar og Baldvins:
1. Kristín Elísa Baldvinsdóttir húsfreyja, starfsmaður Íslandspósts, f. 19. ágúst 1936 á Bala í Djúpárhreppi, d. 19. júlí 2003. Maður hennar Hörður Runólfsson.
2. Elías Baldvinsson slökkviliðsstjóri, f. 1. júní 1938 á Háarima í Djúpárhreppi, d. 16. september 2003. Kona hans Halla Guðmundsdóttir, látin.
3. Baldur Þór Baldvinsson húsasmíðameistari í Kópavogi, f. 19. júní 1941 á Staðarfelli. Fyrrum kona hans Arndís Ármann Steinþórsdóttir. Kona hans Hugrún Hlín Ingólfsdóttir, látin.
4. Kristinn Skæringur Baldvinsson húsasmíðameistari í Eyjum, f. 29. júní 1942 í Steinholti. Kona hans Sigríður Mínerva Jensdóttir.
5. Ragnar Þór Baldvinsson bifvélavirki, slökkviliðsstjóri í Eyjum, f. 31. desember 1945 í Steinholti. Kona hans Anna Jóhannsdóttir.
6. Birgir Þór Baldvinsson grunnskólakennari í Reykjavík, f. 15. janúar 1952 í Steinholti. Kona hans Halldóra N. Björnsdóttir.
7. Hrefna Baldvinsdóttir húsfreyja, launafulltrúi hjá Vestmannaeyjabæ, f. 23. janúar 1954 í Steinholti. Maður hennar Snorri Þ. Rútsson.
8. Baldvin Gústaf Baldvinsson sagnfræðingur, framkvæmdastjóri hjá Sea Food, dótturfyrirtæki Samherja í Hull, f. 30. ágúst 1957. Kona hans Anna Gunnlaugsdóttir.
9. Hörður Baldvinsson safnstjóri Byggðasafns Vestmannaeyja, síðan forstöðumaður Þekkingarsetursins, f. 25. nóvember 1961. Kona hans Bjarney Magnúsdóttir.

Ragnar Þór var með foreldrum sínum í æsku.
Hann lærði bifvélavirkjun, varð sveinn 1976.
Ragnar vann við vélaviðgerðir hjá Áhaldahúsinu, varð yfirverkstjóri hjá Bænum 1980.
Hann gekk í Slökkviliðið 1971, varð varaslökkviliðsstjóri 1984 og slökkviliðsstjóri 2003 og gegndi til sjötugs. Þau Anna giftu sig 1964, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu í fyrstu í Birtingarholti við Vestmannabraut 61, búa á Illugagötu 25.

I. Kona Ragnars Þórs, (31. desember 1964), er Anna Jóhannsdóttir frá Bjarmahlíð við Brekastíg 26, húsfreyja, f. þar 14. mars 1946.
Börn þeirra:
1. Jóhann Freyr Ragnarsson sjómaður, f. 13. ágúst 1965. Kona hans Júlía Ólöf Bergmannsdóttir, látin 2006. Kona hans Ingibjörg Brynjarsdóttir.
2. Hlíf Ragnarsdóttir hárgreiðslumeistari í Kópavogi, f. 5. ágúst 1967. Fyrrum maður hennar Matthías Sveinsson. Maður hennar Stefán Guðmundsson.
3. Þórunn Ragnarsdóttir skrifstofumaður, f. 11. desember 1976. Maður hennar Angantýr Einarsson.
4. Ragna Ragnarsdóttir skrifstofumaður, f. 5. febrúar 1979. Fyrrum maður hennar Smári Björn Þorvaldsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.