Rafn Eyfell Gestsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 2. júní 2021 kl. 11:54 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 2. júní 2021 kl. 11:54 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Rafn Eyfell Gestsson“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Rafn Eyfell Gestsson frá Baldurshaga, húsasmiður, leikmunasmiður, leikmunavörður, húsvörður fæddist þar 23. maí 1944.
Foreldrar hans voru Gestur Auðunsson sjómaður, vélstjóri, matsveinn, verktaki, f. 23. júní 1915 á Þykkvabæjarklaustri, d. 18. desember 1999 og Ásta Ragnheiður Skæringsdóttir frá Rauðafelli u. Eyjafjöllum, verkakona, f. þar 3. nóvember 1913, d. 4. október 1994.

Rafn var með móður sinni í Baldurshaga, fluttist með henni til Reyjavíkur 1959.
Hann lærði húsasmíði, lauk sveinsprófi 1970. Meistari hans var Ingibjartur Arnórsson, síðar tengdafaðir hans.
Rafn vann verkamannastörf, síðan við iðn sína, varð leikmunasmiður og leikmunavörður hjá Þjóðleikhúsinu, síðar húsvörður þar.
Þau Svandís giftu sig 1967, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í Reykjavík, en síðan í Kópavogi.

I. Kona Rafns Eyfells, (15. febrúar 1967), er Svandís Ingibjartsdóttir húsfreyja, f. 15. febrúar 1950. Foreldrar hennar voru Ingibjartur Jón Arnórsson húsasmíðameistari, f. 29. ágúst 1904, d. 13. desember 1994, og Ingunn Jóna Jóhannesdóttir húsfreyja, f. 13. desember 1909, d. 6. ágúst 1986.
Börn þeirra:
1. Ásta Ragnheiður Rafnsdóttir iðnverkakona í Danmörku, f. 1. febrúar 1968. Fyrrum maður hennar Ragnar Ísaksson.
2. Anna Lilja Rafnsdóttir starfsmaður á auglýsingadeild RÚV, f. 16. janúar 1974. Fyrrum maður hennar Cori Vandyke.
3. Inga Rós Rafnsdóttir húsfreyja í London, f. 5. júní 1976. Maður hennar Simon De Monte.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.