Ræningjatangi

From Heimaslóð
Revision as of 21:27, 13 January 2006 by Frosti (talk | contribs) (tók út ranga mynd af ræningjatanga)
(diff) ← Older revision | Latest revision (diff) | Newer revision → (diff)
Jump to navigation Jump to search

Ræningjatangi er tangi sem stendur í suðurátt austan við Brimurð á Heimaey. Tanginn dregur nafn sitt af sjóræningjunum sem komu til Vestmannaeyja í Tyrkjaráninu árið 1627, en þar er sagt að sjóræningjarnir hafi komið á land. Ekki þótti þeim ráðlegt að sigla inn í höfnina þar sem viðbúnaður var á Skansinum og mannaðar fallbyssur.