Ríkisdalir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 14. júní 2006 kl. 08:53 eftir Daniel (spjall | framlög) Útgáfa frá 14. júní 2006 kl. 08:53 eftir Daniel (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit
2 ríkisdalir úr specie kerfinu, mynt slegin árið 1854

Ríkisdalir voru gjaldmiðill Danaveldis fram til upphafs 20. aldar. 1 ríkisdalur (rigsdaler) = 6 mörk (mark) = 96 skildingar (skilling). Sá gjaldmiðill var kjarninn í tveimur peningakerfum - annars vegar specie-kerfinu og kurant-kerfinu. Specie-kerfið byggðist upp á því að 1 skilling jafngilti 263 mg (1/1000 úr únsu) af fínhreinsuðu silfri, og hélst sú skilgreining skillings út allt tímabilið. Eingöngu lítil fjárupphæð var skilgreind í specie-kerfinu, en kurant-kerfið var notað dags daglega í verðlagningu og vinnulaunum.

Kurant-kerfið

Kerfið dregur nafn sitt af enska orðinu currency, en hugtakið var tekið í notkun í Bretlandi til þess að lýsa því hvernig gjaldmiðill gat tekið verðbreytingum eftir stöðu viðskipta í landinu, í stað þess að vera föst skilgreind upphæð. Líkingin var við það hvernig í stórum ám eins og Thames ánni í London var mismunandi mikið flæði eftir því hvar í ánni menn voru staðsettir, eða að gjaldmiðlar hefðu mismunandi verðgildi eftir flæði hvers tíma.

Í upphafi hafði kurant-kerfið staðlaða mynt þar sem hver skilling innihélt 215mg (3/4 úr specie-skillingi) af fínhreinsuðu silfri. Frá og með árinu 1737 voru gefnir út peningaseðlar í þessu gjaldkerfi sem voru loforð um tiltekið magn silfurs gegn framvísun í banka, en frá og með árunum 1745-1747 var ekki lengur hægt að krefja bankana um silfrið sem peningaseðlarnir vísuðu á, og árið 1757 var tengslum bréfseðlanna við silfur rofið. Frá og með árinu 1788 var nánast engin silfurmynt slegin í kurant-kerfinu, og upp frá því fór kerfið að flæða eins og aðrir óverðtryggðir gjaldmiðlar þess tíma.

Ríkisdalir í Vestmannaeyjum

Ekki var alltaf nægilegur kurant á ríkisdölum (táknað "rd" í rituðu máli) í Vestmannaeyjum. Árið 1694 var arður af verslun í Vestmannaeyjum talinn vera 1494 rd, en skuldir voru almennt fremur litlar á einokunarárunum. Árið 1755 voru útistandandi verslunarskuldir í Vestmannaeyjum um 1700 rd, en eftir 1770 var mjög slæmt hallæri á fiskimiðunum sem varð til þess að við lok einokunartímabilsins 1783 voru skuldir í Vestmannaeyjum samtals 5892 rd, á móti eftirstöðvum jarðabókartekna 1138 rd, og voru fyrstu árin eftir lok einokunarverslunarinnar mjög erfið.

Árlegur ágóði af fiskverslun Vestmannaeyinga í gegnum Hið Íslenska Verslunarfélag var nálægt 20.000 rd árlega, en félagið var stofnað með hlutafé upp á 100.000 rd.


Heimildir

  • Sigfús M. Johnssen, Saga Vestmannaeyja. Reykjavík, 1946. bls. 205-210.
  • Thestrup, Poul, The Standard of Living in Copenhagen 1730-1800. Kaupmannahöfn 1971. bls 123. ISBN 87-505-0145-3.