Ræningjatangi

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 13. janúar 2006 kl. 21:27 eftir Frosti (spjall | framlög) Útgáfa frá 13. janúar 2006 kl. 21:27 eftir Frosti (spjall | framlög) (tók út ranga mynd af ræningjatanga)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Ræningjatangi er tangi sem stendur í suðurátt austan við Brimurð á Heimaey. Tanginn dregur nafn sitt af sjóræningjunum sem komu til Vestmannaeyja í Tyrkjaráninu árið 1627, en þar er sagt að sjóræningjarnir hafi komið á land. Ekki þótti þeim ráðlegt að sigla inn í höfnina þar sem viðbúnaður var á Skansinum og mannaðar fallbyssur.