Petra Magnúsdóttir (Heiði)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Petra Magnúsdóttir.

Petra Magnúsdóttir frá Stóru-Heiði við Sólhlíð 19, húsfreyja fæddist þar 13. október 1945 og lést 9. ágúst 2022.
Foreldrar hennar voru Magnús Magnússon trésmíðameistari frá Vesturhúsum, f. 12. september 1905, d. 26. maí 1978 og kona hans Kristín Ásmundsdóttir húsfreyja, f. 24. ágúst 1908, d. 9. júlí 1998.

Börn Kristínar og Magnúsar:
1. Emma Ása Magnúsdóttir, f. 25. júlí 1931 í Heiðarbýli, Brekastíg 6, d. 17. mars 1932.
2. Helgi Jón, f. 22. febrúar 1934, d. 10. maí 2018, kvæntur Unni Tómasdóttur, f. 29. mars 1943.
3. Ása Emma, f. 22. júní 1939, d. 13. apríl 1986. Hún var gift Guðmundi Marinó Loftssyni, f. 3. nóvember 1942.
4. Petra, f. 13. október 1945, d. 9. ágúst 2002, gift Þorkeli Þorkelssyni, f. 22. mars 1946.

Petra var með foreldrum sínum í æsku.
Hún nam við Húsmæðraskólann á Varmalandi í Borgarfirði.
Petra vann á Hótel Borg, í fiskvinnslu í Eyjum, en lengst í mötuneyti starfsmanna Framhaldsskólans í Eyjum.
Þau Þorkell giftu sig, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu á Litlu-Heiði við Sólhlíð 21 við Gos 1973, í Njarðvíkum og á Selfossi á gostímanum. Þau sneru til Eyja um haustið, bjuggu á Hásteinsvegi 9 í fyrstu, í Háteinsblokkinni við Hásteinsveg 62 í nokkur ár, en við Hraunslóð 3 frá 1977.
Petra lést 2002.

I. Maður Petru, (21. desember 1972) er Þorkell Þorkelsson verkstjóri, f. 22. mars 1946.
Börn þeirra:
1. Ásmundur Eiður Þorkelsson matvælafræðingur, starfsmaður Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja, f. 4. nóvember 1970. Fyrrum kona hans Harpa Dís Birgisdóttir. Kona hans Rannveig Ása Hjördísardóttir.
2. Þröstur Þorkelsson vélaverkfræðingur í Kópavogi, f. 3. október 1975. Kona hans Anna Guðrún Stefánsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.