Páll Steingrímsson

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Páll Steingrímsson kvikmyndargerðarmaður fæddist í Vestmannaeyjum 25. júlí 1930 og lést 13. nóvember 2016. Foreldrar hans voru Steingrímur Benediktsson og Hallfríður Kristjánsdóttir.

Páll

Páll lagði stund á kennaranám á Íslandi en einnig lærði hann bókmenntir, líffræði og myndlist við erlenda háskóla. Þá lagði hann stund á ljósmyndun áður en hann hóf kvikmyndanám við New York University. Hann stofnaði og rak í Vestmannaeyjum myndlistarskóla í mörg ár.

Á árunum 1973 til 1993 var Páll framleiðandi, stjórnandi og tökumaður við fjölda kvikmynda, aðallega heimildarmynda, en einnig leikinnar mynda. Páll stofnaði Kvik hf. Kvikmyndagerð árið 1993 ásamt listamanninum Rúrí.

Markmið fyrirtækisins er að framleiða kvikmyndir sem fjalla um náttúru og menningu. Páll er einn af stofnendum Félags íslenskra kvikmyndagerðarmanna og var formaður þess um tíma.

Heimildarmyndir Páls eru fjölbreyttar og gefa okkur margbreytilega sýn á Ísland og alls sem Ísland hefur upp á að bjóða. Hafa myndir Páls hlotið alþjóðleg verðlaun eins og Eldeyjan, Oddaflug, Nábúar, Æður og maður, Litli bróðir í Norðri, Sofa urtubörn í útskerjum, The Ice Age Horse og Öræfakyrrð frá 2004, kvikmynd um hálendi Íslands, ósnortin öræfi og stórvirkja framkvæmdir við Kárahnjúka.

Páll Steingrímsson var sæmdur fálkaorðu forseta Íslands árið 2005.

Myndir

Heimildir