Páll Sigurðsson (Bólstað)

From Heimaslóð
Revision as of 13:48, 22 October 2020 by Viglundur (talk | contribs) (Verndaði „Páll Sigurðsson (Bólstað)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(diff) ← Older revision | Latest revision (diff) | Newer revision → (diff)
Jump to navigation Jump to search

Páll Sigurðsson frá Þykkvabæjarklaustri, trésmiður fæddist þar 5. febrúar 1861 og lést 8. júní 1914 í Reykjavík.
Foreldrar hans voru Sigurður Pálsson bóndi, síðar í Steinum u. Eyjafjöllum, f. 23. desember 1820 á Núpum í Hörglanshreppi, d. 1. maí 1890 í Aurgötu u. Eyjafjöllum, og kona hans Guðný Bjarnadóttir húsfreyja, f. 6. mars 1823 á Mið-Hvoli í Mýrdal, d. 13. janúar 1911 í Reykjavík.

Páll var með foreldrum sínum á Þykkvabæjarklaustri til 1865, á Borgarfelli 1865-1868, í Sauðhúsnesi 1868-1869. Hann var niðursetningur á Mýrum 1869-1870, á Herjólfsstöðum 1870-1871. Þá fór hann með foreldrum sínum að Steinum u. Eyjafjöllum.
Páll var trésmiður í Reykjavók 1880 og fram yfir 1900, síðan á Ísafirði til 1910.
Hann var kominn til Eyja í lok árs 1910, bjó á Bólstað við Heimagötu 18 með Jónínu og Gústafi Adólf syni sínum.
Páll mun hafa farið á Vífilsstaði 1911, var í Reykjavík, þegar hann lést 1914.

I. Kona hans, (5. desember 1885), var Rósa Jónsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 19. maí 1869 í Reykjavík, d. 20. júlí 1900.
Börn þeirra:
1. Lára Pálsdóttir húsfreyja, bókavörður, f. 22. mars 1886, d. 13. mars 1982. Maður hennar Páll Eggert Ólasson.
2. Jóhanna Pálsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 12. desember 1888, d. 19. maí 1924.
3. María Jórunn Pálsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 25. desember 1892,, d. 30. júní 1940. Maður hennar Árni Óla.
4. Gústaf Adólf Pálsson, Skálholti, Grindavík, múrari, f. 7. nóvember 1895, d. 9. febrúar 1947. Kona hans Guðbjörg Guðlaugsdóttir.
5. Ingibjörg Pálsdóttir, f. 15. maí 1899, d. 14. ágúst 1900.

II. Barnsmóðir Páls og bústýra var Jónína Guðlaug Þórðardóttir frá Hellum í Mýrdal, síðar í Götu, f. 10. júlí 1881 í Kerlingardal í Mýrdal, d. 18. maí 1969.
Barn þeirra:
6. Jóhann Steinar Pálsson skipstjóri, útgerðarmaður, f. 21. apríl 1909 á Ísafirði, d. 16. febrúar 2000.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.