Páll Pálmason (verkstjóri)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 18. október 2019 kl. 16:31 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 18. október 2019 kl. 16:31 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Páll Pálmason''' knattspyrnukappi, stýrimaður, verkstjóri fæddist 11. ágúst 1945 á Hólagötu 18.<br> Foreldrar hans voru Pálmi Sigurðsson (Skjaldbreið)...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Páll Pálmason knattspyrnukappi, stýrimaður, verkstjóri fæddist 11. ágúst 1945 á Hólagötu 18.
Foreldrar hans voru Pálmi Sigurðsson frá Skjaldbreið, skipstjóri, f. þar 21. júlí 1920, d. 25. nóvember 1911, og kona hans Stefanía Marinósdóttir húsfreyja, f. 25. júní 1924 í Laugardal, d. 19. september 2016.

Börn Stefaníu og Pálma:
1. Guðbjörg Pálmadóttir húsfreyja, f. 23. desember 1941 á Faxastíg 25.
2. Sigmar Pálmason, f. 23. mars 1943 á Faxastíg 25.
3. Páll Pálmason, f. 11. ágúst 1945 á Skjaldbreið.
4. Hafþór Pálmason, f. 22. febrúar 1954 á Hólagötu 18, d. 10. september 1977.

Páll nam í Stýrimannaskólanum í Eyjum 1966-1967.
Hann var stýrimaður m.a á Halkion og síðar með föður sínum á Björgu í siglingum á Bretland.
Hann var knattspyrnumaður, í meistaraliði Eyjamanna og um skeið í landsliðinu.
Páll var verkstjóri í Vinnslustöðinni frá 1970 til starfsloka.
Þau Guðrún Kristín giftu sig 1969, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu í fyrstu á Brimhólabraut 31 og fram að Gosi, en síðan á Dverghamri 7.

I. Kona Páls, (4. apríl 1969), er Guðrún Kristín Guðjónsdóttir frá Gvendarhúsi, húsfreyja, skrifstofumaður, f. þar 21. júní 1946.
Börn þeirra:
1. Hörður Pálsson bifvélavirki, f. 25. febrúar 1966. Kona hans er Kolbrún Matthíasdóttir.
2. Grétar Víðir Pálsson rafmagns- og tölvuverkfræðingur í Reykjavík, f. 15. september 1975. Kona hans er Lilja Logadóttir frá Hellu á Rangárvöllum.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.