Páll K. H. Pálsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 8. febrúar 2023 kl. 11:00 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 8. febrúar 2023 kl. 11:00 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Páll K. H. Pálsson“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Páll Kristinn Halldór Pálsson.

Páll Kristinn Halldór Pálsson frá Hrófbergi við Skólaveg 34, verkamaður, sjómaður fæddist 22. ágúst 1930 á Leirum u. Eyjafjöllum og lést 24. mars 1995.
Foreldrar hans voru Páll Ágúst Jóhannesson frá Arnarnesi við Eyjafjörð, sjómaður, f. 20. ágúst 1875, d. 4. apríl 1930, og barnsmóðir hans Guðbjörg Oktavía Sigurðardóttir húsfreyja, verkakona, f. 2. október 1897 í Eystri-Skógum u. Eyjafjöllum, d. 8. nóvember 1977.

Barn Guðbjargar:
1. Hjörleifur Már Erlendsson verkamaður, bifreiðasmiður, listmálari, síðast í Keflavík, f. 13. október 1927 á Reykjum, d. 3. desember 1999.
Barn Guðbjargar:
2. Páll Kristinn Halldór Pálsson, f. 22. ágúst 1930 á Leirum u. Eyjafjöllum, d. 24. mars 1995.
Börn Guðbjargar og Andreasar Anskars Joensen
3. Marinó Hafsteinn Andreasson verkamaður, síðast í Reykjavík, f. 15. júlí 1933 á Bergi, d. 17. október 1986.
4. Karl Valur Andreasson, f. 27. nóvember 1934 á Geirseyri, d. 28. nóvember 2006.
5. Óli Markús Andreasson verkstjóri í Reykjavík, f. 27. nóvember 1934 á Geirseyri, d. 30. mars 1991.
6. Þórir Rafn Andreasson verslunarmaður, verkamaður í Reykjavík, f. 22. febrúar 1936 á Skólavegi 34, d. 31. mars 2010.

Páll kom til Eyja með móður sinni nýfæddur, bjó með henni.
Hann var verkamaður og sjómaður í Eyjum, ókvæntur.
Hann bjó að síðustu í Hraunbúðum og lést 1995.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.