Oddgeir Þórðarson Guðmundsen

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 21. júní 2005 kl. 14:11 eftir Jonas (spjall | framlög) Útgáfa frá 21. júní 2005 kl. 14:11 eftir Jonas (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Oddgeir Þórðarson Guðmundsen, 1889 til 1924. Hann var fæddur 11. ágúst 1849. Foreldrar hans voru Þórður sýslumaður Guðmundsson að Litlahrauni og kona hans Jóhanna Andrea Lárusdóttir kaupmanns Knudsen í Reykjavík. Stúdent frá Reykjarvíkurskóla 1870 og próf úr prestaskóla 1872. Fékk Sólheimaþing 1874, Miklaholt 1882 og Vestmannaeyjaprestakall 1889, sem hann þjónaði til æviloka, en hann lést 2.janúar 1924. Séra Oddgeir tók mikinn þátt í sýslu- og sveitarstjórnarmálum og átti sæti í sýslunefnd um nær þrjátíu ára skeið. Kona hans var Anna Guðmundsdóttir prests í Arnarbæli, Einarssonar. Áttu þau tíu börn, sem upp komust og eru nokkrir afkomendur þeirra búsettir í Vestmannaeyjum.