Nikulás Illugason (Sædal)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 27. janúar 2022 kl. 10:50 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 27. janúar 2022 kl. 10:50 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Nikulás Illugason''' bóndi, bræðslumaður, verkamaður fæddist 4. ágúst 1873 í Árnagerði í Fljótshlíð og lést 15. apríl 1956.<br> Foreldrar hans voru Illugi Nikulásson bóndi, f. 21. október 1835, d. 15. október 1888, og kona hans Anna Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 1832, d. 27. febrúar 1900. Nikulás var með foreldrum sínum, en faðir hans lést, er Nikulás var á sextánda ári sínu. Hann var með ekkjunni móður sinni í Árnagerði 1890.<br> Nik...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Nikulás Illugason bóndi, bræðslumaður, verkamaður fæddist 4. ágúst 1873 í Árnagerði í Fljótshlíð og lést 15. apríl 1956.
Foreldrar hans voru Illugi Nikulásson bóndi, f. 21. október 1835, d. 15. október 1888, og kona hans Anna Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 1832, d. 27. febrúar 1900.

Nikulás var með foreldrum sínum, en faðir hans lést, er Nikulás var á sextánda ári sínu. Hann var með ekkjunni móður sinni í Árnagerði 1890.
Nikulás var hjú á Háamúla í Fljótshlíð 1901, bóndi á Hellnahóli u. Eyjafjöllum 1910, lifrarbræðslumaður í Eyjum 1920, verkamaður hjá Gísla J. Johnsen 1930 og 1934.
Þau Kristín giftu sig 1907, eignuðust tvö fósturbörn, fluttu til Eyja 1911, bjuggu í Sædal við Vesturveg 6, fluttu til Reykjavíkur á fjórða áratugnum, bjuggu síðast á Barónstíg 63.
Kristín lést 1942.
Nikulás bjó síðast hjá Margréti Theodóru fósturdóttur sinni í Reykjahlíð 12 í Reykjavík.
Hann lést 1956.

I. Kona Nikulásar, (1907), var Kristín Pálsdóttir húsfreyja, f. 7. janúar 1874 á Stóra-Hofi á Rangárvöllum, d. 2. september 1942.
Börn þeirra, (fósturbörn):
1. Margrét Theodóra Gunnarsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 1. nóvember 1911, d. 28. apríl 1991.
2. Gísli Magnús Ögmundsson vélstjóri, síðar í Ólafsvík, f. 13. ágúst 1917 á Mosfelli, d. í desember 1944.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.