Nicolaj Heinrich Thomsen

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 14. ágúst 2014 kl. 21:08 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 14. ágúst 2014 kl. 21:08 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Nikolai Heinrich Thomsen''' verslunarstjóri í Godthaab fæddist um 1844.<br> Hann kom frá Kaupmannahöfn 1863, 19 ára factor að Godthaabsverslun.<br> Nikolai var í [[F...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Nikolai Heinrich Thomsen verslunarstjóri í Godthaab fæddist um 1844.

Hann kom frá Kaupmannahöfn 1863, 19 ára factor að Godthaabsverslun.
Nikolai var í Frydendal 1865 við fæðingu Nikólínu. Hann var verslunarstjóri í Godthaab með Jes Nicolai Thomsen 1868, kom frá Kaupmannahöfn fyrr á árinu.
Hann fór af landi brott 1869.

I. Barnsmóðir hans að tveim börnum var Margrét Ólafsdóttir, þá í Godthaab.
Börn þeirra voru:
1. Nikulás Thomsen, (Nicolai Nicolaisson í brottflutningsskrá), f. 25. júní 1864. Hann var sendur til Kaupmannahafnar 1868, 4 ára.
2. Guðfinna Nikulásdóttir, f. 5. febrúar 1868. Hún var í Götu 1880, fermd 1882, - finnst ekki síðan.

II. Barnsmóðir Nikolais var Sigríður Ólafsdóttir í Brandshúsi, f. 17. ágúst 1830, d. 1. júlí 1886.
Barn þeirra var
3. Nikólína Thomsen, f. 12. mars 1865. Hún fór til Kaupmannahafnar 1884, til Vesturheims 1885.

III. Barnsmóðir hans var Kristín Eiríksdóttir í Frydendal.
Barn þeirra var
4. Jóhann Kristján Thomsen, f. 2. ágúst 1869, fór frá Kirkjubæ til Vesturheims 1880.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vesturfaraskrá 1870-1914. Júníus H. Kristinsson. Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands 1983.