Marta Geirsdóttir (Kanastöðum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 26. janúar 2021 kl. 18:20 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 26. janúar 2021 kl. 18:20 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Marta Þórunn Geirsdóttir frá Kanastöðum, gjaldkeri í Reykjavík fæddist 11. mars 1914 á Kanastöðum í A.-Landeyjum og lést 27. ágúst 1989.
Foreldrar hennar voru Geir Ísleifsson bóndi á Kanastöðum, f. þar 26. apríl 1882, d. þar 20. maí 1923, og kona hans Guðrún Tómasdóttir húsfreyja, síðar í Eyjum, f. 26. nóvember 1883 á Reyðarvatni á Rangárvöllum, d. 4. maí 1978 í Reykjavík.

Börn Guðrúnar og Geirs:
1. Tómas Geirsson, f. 7. júlí 1907, d. 29. október 1907.
2. Sigríður Geirsdóttir húsfreyja, f. 7. júlí 1907, d. 29. nóvember 1985. Maður hennar var Sigurður Ásgeir Gunnarsson kaupmaður.
3. Guðrún Geirsdóttir húsfreyja, f. 18. desember 1908, d. 15. september 1988. Maður hennar Gunnlaugur Loftsson kaupmaður.
4. Tómas Geirsson kaupmaður, f. 20. júní 1912, d. 24. febrúar 1991. Kona hans Dagný Ingimundardóttir húsfreyja, kaupmaður.
5. Marta Þórunn Geirsdóttir gjaldkeri, f. 11. mars 1914, d. 27. ágúst 1989, ógift.
6. Geir Ísleifur Geirsson rafvirkjameistari, f. 20. maí 1922, d. 9. apríl 1999. Kona hans Bryndís Jónsdóttir deildarstjóri.

Marta var með foreldrum sínum fyrstu ár sín, en faðir hennar lést, er hún var níu ára. Hún fylgdi móður sinni og systkinum til Eyja 1924 og ólst upp á Kanastöðum við Hásteinsveg 22.
Hún flutti með móður sinni til Reykjavíkur 1946.
Marta fór til Svíþjóðar 1947 í húsmæðraskóla og dvaldi þar í eitt ár við nám og störf. Hún vann verslunar- og skrifstofustörf, en varð gjaldkeri hjá Siglingamálastofnun og Skipaskráningarstofu Ríkisins 1948 og gegndi því til 1982, er hún hætti vegna aldurs.
Marta bjó með Guðrúnu móður sinni til 1978, er hún lést. Þá keypti hún íbúð við Háteigsveg og bjó þar, en dvaldi síðast á Vífilsstaðaspítala.
Marta var ógift og barnlaus.
Hún lést 1989.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 1. september 1989. Minning.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.