Margrét Jónsdóttir (Sætúni)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Margrét Jónsdóttir frá Sætúni við Bakkastíg 10, húsfreyja fæddist 11. maí 1916 og lést 24. júní 1985.
Foreldrar hennar voru Jón Hjálmarsson frá Kuðungi, útgerðarmaður í Sætúni við Bakkastíg 10, f. 24. október 1890 í Kuðungi, d. 18. nóvember 1945, og kona hans Fríður Ingimundardóttir frá Gjábakka, húsfreyja, f. þar 23. maí 1881, d. 8. júní 1950.

Börn Fríðar og Jóns:
1. Ingimundur Jónsson, f. 20. nóvember 1913, d. 5. september 1923.
2. Margrét Jónsdóttir, f. 11. maí 1916, d. 24. júní 1985, síðast búsett í Reykjavík, jarðs. í Eyjum.
3. Árni Jónsson, f. 14. október 1917, d. 20. október 1917.
4. Árna Jóhanna Jónsdóttir húsfreyja, f. 15. febrúar 1920, d. 20. febrúar 1945 á Vífilsstöðum úr berklum. Hún var fyrri kona Einar Guðmundar Ólafssonar frá Búðarfelli.
5. Drengur, f. 18. júlí 1923, d. sama dag.

Margrét var með foreldrum sínum í Sætúni.
Þau Guðmundur giftu sig 1947, eignuðust tvö börn, annað þeirra fæddist andvana og hitt dó dagsgamalt. Þau fóstruðu tvö börn. Þau bjuggu í Sætúni til Goss 1973, fluttust til Reykjavíkur. Þau bjuggu síðast í Gautlandi í Fossvogi.
Margrét lést 1985 og Guðmundur 1997.

ctr


Margrét Jónsdóttir með fósturbarn sitt Guðnýju Fríðu Einarsdóttur.

I. Maður Margrétar, (1. nóvember 1947), var Guðmundur Gunnar Pálsson frá Eyrarbakka, sjómaður, vélstjóri, bifreiðastjóri, f. 3. nóvember 1919, d. 4. júlí 1997.
Börn þeirra:
1. Drengur, f. andvana 19. mars 1948.
2. Adda Guðmundsdóttir, f. 23. janúar 1949, d. 24. janúar 1949.
Fósturbörn þeirra:
1. Guðný Fríða Einarsdóttir húsfreyja, f. 12. júní 1941.
2. Guðmundur Gunnar Erlingsson, f. 7. febrúar 1957.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.