Margrét Guðmundsdóttir (Vesturhúsum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 18. ágúst 2015 kl. 14:12 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 18. ágúst 2015 kl. 14:12 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Margrét Guðmundsdóttir húsfreyja frá Ólafshúsum fæddist 8. ágúst 1792 á Vesturhúsum og lést 29. júní 1862 á Hólnum, þ.e. í Jónshúsi.
Foreldrar hennar voru Guðmundur Þorláksson bóndi á Vesturhúsum, síðar í Ólafshúsum, f. 1763, drukknaði 5. mars 1834 við Nausthamar, og kona hans Helga Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 1767, d. 30. desember 1846.
Margrét var með foreldrum sínum 1801. Þar var hún 1816, en á því ári eignaðist hún Þuríði, „óegtaborið barn giftrar konu Margrétar Guðmundsdóttur frá Ólafshúsum“.
Hún eignaðist Kristínu Benónýsdóttur 1817, en missti hana 5 ára 1821 úr „hálsbólgu“.
Margrét var til heimilis í Ólafshúsum við aðra giftingu sína 1824. Hún giftist Ásmundi á því ári og prestur skrifar, að hún var „með skilnaðardómi dæmd frá sínum fyrra manni fyrir 8 árum.“
Hún eignaðist Valgerði 1825, en missti hana úr ginklofa 11 daga gamla. Það er eina barnið, sem finnst fætt hjá þeim Ásmundi.
Við manntal 1835 voru þau Ásmundur á Ofanleiti, hann vinnumaður.
Þau voru tómthúsfólk í Kastala 1840.
Á árinu 1845 voru þau vinnuhjú í Götu hjá Þórði Árnasyni og Guðríði Ingimundardóttur.
1850 var Margrét ekkja og niðursetningur á Ofanleiti hjá sr. Jóni Austmann og Þórðdísi Magnúsdóttur og enn 1855, niðursetningur í Draumbæ hjá Stefáni Austmann og Önnu Valgerði Benediktsdóttur 1860. Hún lést á Hólnum, (Jónshúsi), 1862.

I. Barnsföður er ekki getið.
1. Barn, „óegtaborið barn giftrar konu Margrétar Guðmundsdóttur frá Ólafshúsum“, Þuríður Margrétardóttir, f. 17. febrúar 1816. Mun hafa dáið ung. Af málsskjölum má ætla að Benóný Jónsson hafi verið faðir að því barni.

II. Barnsfaðir hennar var Benóný Jónsson, þá ókv. vinnumaður í Ólafshúsum, síðar bóndi í Norður-Nýjabæ í Þykkvabæ í Rang., f. 1766, d. 29. júlí 1825.
Barn þeirra var
2. Kristín Benónýsdóttir, f. 6. janúar 1817, d. 7. ágúst 1821 úr „hálsbólgu“.

III. Fyrri eiginmaður Margrétar, (27. desember 1810, skildu), var Jón Þorsteinsson, 40 ára vinnumaður á Oddsstöðum. Hann fékk skilnað frá henni 8. júlí 1816.
Þau voru barnlaus.

III. Síðari maður Margrétar, (5. október 1824) var Ásmundur Ásmundsson, þá 24 ára vinnumaður í Ólafshúsum, f. 1801, hrapaði 20. júní 1846.
Barn þeirra hér:
3. Valgerður Ásmundsdóttir, f. 17. október 1825, d. 28. október 1825 úr ginklofa.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Dómsskjöl í Þjóðskjalasafni.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.