Margrét Guðmundsdóttir (Ömpuhjalli)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 26. mars 2014 kl. 18:24 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 26. mars 2014 kl. 18:24 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Margrét Guðmundsdóttir (Ömpuhjalli)“ (‎[edit=sysop] (ótiltekinn)))
Fara í flakk Fara í leit

Margrét Guðmundsdóttir frá Ömpuhjalli fæddist 29. júní 1862 og lést 21. apríl 1904.
Foreldrar hennar voru Guðný Árnadóttir húsfreyja, f. 27. desemeber 1834, d. 7. desember 1916 í Vesturheimi, og maður hennar Guðmundur Árnason tómthúsmaður, sjómaður og meðhjálpari, skírður 25. september 1827, d. 9. október 1879.

Margrét var með foreldrum sínum og þrem systrum í Ömpuhjalli 1870, 18 ára með ekkjunni móður sinni og fjórum systrum í Mandal 1880.
Hún leitaði sér atvinnu í V-Landeyjum 1881, en sneri aftur til Eyja 1882 og vann í Landlyst.
Hún var vinnukona í Frydendal 1890 og bústýra barnsföður síns Einars Jónssonar í Nöjsomhed 1893.
Hún fór til Seyðisfjarðar 1894 frá Miðhúsum, var ógift vinnukona á Pálmahúsi í Norðfirði 1901.
Hún lést 1904.

Maður Margrétar, (í mars 1889), var Einar Jónsson mormónatrúboði, smiður í Nöjsomhed, f. 16. ágúst 1839, d. 25. maí 1900.
Margrét var þriðja kona Einars. Hann átti konu í Utah og hafði átt aðra með henni þar, en sú var skilin við hann, þegar hér var komið.
Gifting Margrétar og Einars og fæðing Guðrúnar Alexöndru og Martels finnast ekki skráð í prestþjónusubækur í Eyjum og er það líklega vegna þess að Einar var yfirlýstur mormóni og trúboði og skírn sóknarprests hefur því ekki átt sér stað. Giftingarinnar er getið í skrám í Utah og nöfn barnanna finnast þar. (Sjá síðu Einars á Heimaslóð).
Börn þeirra voru:
1. Guðrún Alexandra Einarsdóttir, f. 6. janúar 1890.
2. Martel Einarsson, f. 1891, niðursetningur á Gjábakka 1901.
3. Óskar Jón Einarsson, f. 27. apríl 1893.


Heimildir