Margeir Rögnvaldsson (Hæli)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Margeir Guðmundur Rögnvaldsson á Hæli, verkamaður fæddist 10. júní 1898 og lést 20. nóvember 1930.
Foreldrar hans voru Rögnvaldur Gísli Jónsson bátsformaður, f. 3. maí 1870 í Fagranessókn í Skagafirði, d. 15. apríl 1949, og kona hans Sigríður Ólafsdóttir frá Karlsstöðum í Berufirði, S-Múl., húsfreyja, f. 4. maí 1861.

Margeir var með foreldrum sínum í æsku, með þeim í verbúð Karls Olgeirssonar í Eyrarsókn í Skutulsfirði, Ís. 1901, í Karlsbúð í Hofssókn í A-Hún. 1910.
Hann var haustmaður í Hrúðurnesi í Gerðahreppi, Gull. 1920.
Þau Anna eignuðust Sigurþór á Stokkseyri 1925 og fluttust til Eyja á árinu og bjuggu á Hæli. Margeir var verkamaður í Eyjum.
Þau Anna eignuðust Sigurð Valdimar Ragnar 1928 og Guðrúnu í ágúst 1930, en Margeir lést í nóvember.

I. Kona Margeirs Rögnvaldar var Anna Gíslína Gísladóttir húsfreyja, f. 6. júlí 1898, d. 11. september 1984.
Börn þeirra:
1. Sigurþór Margeirsson bifreiðastjóri, bifvélavirkjameistari, forstjóri, f. 27. október 1925 á Kalastöðum á Stokkseyri, d. 22. ágúst 2002.
2. Sigurður Valdimar Ragnar Margeirsson, f. 17. ágúst 1928 á Hæli, d. 5. mars 1931.
3. Guðrún Margeirsdóttir hjúkrunarfræðingur, f. 25. ágúst 1929 á Hæli.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.