Maríus Jónsson (Framnesi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Jóhann Maríus Jónsson frá Framnesi við Vesturveg 3b, skipstjóri, útgerðarmaður fæddist 7. febrúar 1883 í Nýjahúsi við Heimagötu 3b og lést 31. maí 1955.
Faðir hans var Jón sjómaður í Norðurgarði, f. 11. mars 1859, hrapaði til bana úr Ystakletti 20. ágúst 1890, Ísaks Jakobs bónda í Norðurgarði 1860, vinnumanns í Ömpuhjalli 1870, f. 1833 í Eyvindarhólasókn, Jónssonar bónda á Hrútafelli 1835, á Helgusöndum í Stóra-Dalssókn 1845, f. 1801 í Breiðavíkursókn, d. 17. janúar 1859, Brynjúlfssonar, og konu Jóns Brynjúlfssonar, Þóru húsfreyju, f. 1799 í Steinasókn, d. 4. mars 1864, Jónsdóttur.
Móðir Jóns Ísakssonar og kona Ísaks Jakobs var Guðrún húsfreyja í Norðurgarði 1860; var á Moldnúpi 1835, húskona í Grímshjalli 1870, f. 1833 í Holtssókn, Ólafsdóttir bónda í Miðskála og Gerðakoti undir Eyjafjöllum, f. 3. október 1809 á Kirkjulandi í A-Landeyjum, drukknaði 30. september 1859, og barnsmóður Ólafs í Gerðakoti.

Móðir Maríusar og kona (1885) Jóns Ísakssonar var Guðbjörg húsfreyja í Framnesi 1910; var í Elínarhúsi 1870, húsfreyja á Kirkjubæ 1890, f. 31. ágúst 1858, Guðmundsdóttir frá Elínarhúsi, f. 1836, Péturssonar sjómanns í Elínarhúsi 1845, f. 1. október 1799, d. 15. maí 1859, Jónssonar, og konu Péturs Jónssonar, Guðrúnar húsfreyju, f. 1. mars 1806 í Álftagróf í Mýrdal, d. 28. febrúar 1880 í Elínarhúsi, Eyjólfsdóttur.
Móðir Guðbjargar og kona Guðmundar Péturssonar var Margrét húsfreyja, f. 17. júní 1825 undir Eyjafjöllum, d. 19. október 1911, Arnbjörnsdóttir bónda í Miðbæli og Rauðafelli undir Eyjafjöllum, f. 1764, d. 5. mars 1841, Jónssonar .

Ólafur Pétursson í Gerðakoti, faðir Guðrúnar í Norðurgarði, var bróðir Þóru móður Péturs Benediktssonar í Þorlaugargerði.
Systir Jóns Ísakssonar var Björg kona Elís Sæmundssonar smiðs í Björgvin.
Sonur Ísaks Jakobs og Valgerðar Jónsdóttur frá Litlabæ, f. 1832, d. 1896, var Hjálmar í Kufungi, faðir Jóns Hjálmarssonar í Sætúni og þeirra systkina.

Maríus missti föður sinn á áttunda ári sínu. Hann var hjá Margréti móðurmóður sinni í Nýjahúsi 1890 og 1901.
Þau Guðveig giftu sig 1904, eignuðust tvö börn. Þau voru húsfólk á Felli 1906, bjuggu í Framnesi 1910 og 1920.
Guðveig lést 1926.
Maríus bjó í Framnesi 1930 og enn 1945, en bjó við Vesturveg 32 1949.
Hann lést 1955.

I. Kona Maríusar, (16. desember 1904), var Guðveig Björnsdóttir húsfreyja, f. 29. júlí 1880, d. 25. ágúst 1926.
Börn þeirra:
1. Guðlaug Maríusdóttir, f. 19. mars 1906, d. 16. janúar 1927.
2. Margrét Lilja Maríusdóttir, f. 19. ágúst 1911 í Framnesi, d. 5. apríl 1932.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.