Magnea Dagmar Þórðardóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 10. desember 2021 kl. 17:29 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 10. desember 2021 kl. 17:29 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Magnea Dagmar Þórðardóttir.

Magnea Dagmar Þórðardóttir húsfreyja fæddist 10. október 1901 á Holtastöðum í Reykjavík og lést 2. júlí 1990 í Reykjavík.
Foreldrar hennar voru Þórður Helgi Þórðarson daglaunamaður, sjómaður, f. 6. október 1868 í Mykjunesi í Holtum, Rang., d. 27. mars 1925, og kona hans Veronika Hallbjörg Einarsdóttir húsfreyja, f. 4. febrúar 1877 í Kaldaðarnessókn í Árn., d. 5. desember 1964.

Magnea var með foreldrum sínum í æsku.
Hún stundaði nám í Æfingadeild Kennaraskólans, Miðbæjarbarnaskólanum og Kvennaskólanum í Reykjavík.
Hún fór til Eyja 1918 og var talsímakona og símritari á Símstöðinni frá maí 1918 fram á haust 1919, en sneri þá aftur til Reykjavíkur.
Þau Jóhann giftu sig 1920, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í fyrstu í Fagurlyst, en frá 1935 að Bergstaðastræti 86 í Reykjavík.
Jóhann lést 1961 í Þýskalandi og Magnea Dagmar 1990.

I. Maður Magneu Dagmarar, (22. maí 1920), var Jóhann Þ. Jósefsson alþingismaður, ráðherra, bæjarfulltrúi, ræðismaður, meðeigandi Tangans.
Börn þeirra:
1. Svana Guðrún Jóhannsdóttir (síðar Hodgon), húsfreyja á Akranesi, síðar í Cummaquid á Cape Cod í Massachusetts í Bandaríkjunum, f. 20. febrúar 1921 í Fagurlyst, d. 12. nóvember 1992. Fyrri maður hennar var Sturlaugur H. Böðvarsson útgerðarmaður, framkvæmdastjóri á Akranesi. Síðari maður hennar Roger Brigham Hodgson verkfræðingur í Cape Cod í Massachusetts í Bandaríkjunum.
2. Ágústa Jóhannsdóttir húsfreyja, verslunarmaður, f. 10. desember 1922 í Fagurlyst, d. 31. mars 2013. Fyrrum maður hennar var Ísleifur Annas Pálsson.
3. Ólafur Jóhannsson flugstjóri, f. 20. september 1928 í Fagurlyst, fórst með flugvélinni Glitfaxa 31. janúar 1951. Kona hans Ellen Sigurðardóttir Waage.
4. Fósturdóttir Magneu, dóttir Jóhanns og Ingveldar Jónsdóttur frá Hofakri í Hvammssveit í Dalasýslu, f. 11. október 1890, d. 27. apríl 1913, var
5. Unnur Jóhannsdóttir, f. 27. júní 1911 í Borgarnesi, d. 4. nóvember 1931 í Þýskalandi.


Heimildir

  • Íslendingabók.
  • Læknar á Íslandi. Gunnlaugur Haraldsson. Þjóðsaga 2000.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 10. október 2001. Aldarminning Magneu Dagmarar Þórðardóttur. Ólafur Ísleifsson.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.