Magnús Kristinn Magnússon

From Heimaslóð
Revision as of 13:22, 8 January 2023 by Viglundur (talk | contribs)
(diff) ← Older revision | Latest revision (diff) | Newer revision → (diff)
Jump to navigation Jump to search

Magnús Kristinn Magnússon verkamaður, verslunarmaður frá Hólshúsi fæddist 19. október 1906 og lést 10. október 1985.
Foreldrar hans voru Magnús Magnússon sjómaður í Hólshúsi, f. 1. júlí 1878, drukknaði 17. október 1906, og Kristín Sigríður Jónsdóttir húsfreyja, f. 24. september 1883, d. 27. maí 1957.

Magnús var með móður sinni í Hólshúsi 1910, tökubarn og síðan vinnumaður á Litlu-Hólum í Mýrdal 1913-1927, á Ketilsstöðum þar 1927-1928, fór þá til Eyja, bjó hjá móður sinni í Mjölni 1930, fór síðar til Reykjavíkur. Hann var búsettur í Blönduhlíð 25 við andlát 1985.

I. Kona Magnúsar Kristins, (8. september 1939), var Guðrún Lovísa Guðmundsdóttir húsfreyja frá Króki í Ásahreppi, f. 28. ágúst 1915, d. 4. janúar 2007.
Börn þeirra:
1. Gunnar Friðrik Magnússon öryggisvörður, f. 7. mars 1941, d. 13. febrúar 2016. Fyrrum kona hans Sigríður Jóna Aradóttir.
2. Óli Kristinn Magnússon bifreiðastjóri, f. 16. febrúar 1948, d. 3. maí 2000. Kona hans Guðný Hrönn Þórðardóttir.
3. Halldóra Kristín Magnúsdóttir aðstoðarskólastjóri, f. 25. júní 1957. Maður hennar Hákon Mar Guðmundsson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íbúaskrá Reykjavíkur 1983.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 23. febrúar 2016.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.