Magnús Jónsson Austmann

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Magnús Jónsson Austmann stúdent, bóndi og þjóðfundarmaður í Nýjabæ fæddist 12. apríl 1814 og lést 15. maí 1859.
Foreldrar hans voru sr. Jón Jónsson Austmann prestur, síðar að Ofanleiti, f. 1787, d. 20. ágúst 1858, og kona hans Þórdís Magnúsdóttir húsfreyja, f. 1788, d. 3. sept. 1859.

Systkini Magnúsar í Eyjum voru:
1. Helga Jónsdóttir Austmann húsfreyja, f. 1812, d. 17. maí 1839, gift Niels Stephan Ringsted kaupmanni.
2. Jón Austmann bóndi í Þorlaugargerði, f. 12. apríl 1814, tvíburi við Magnús, d. 15. mars 1888, kvæntur Rósu Hjartardóttur húsfreyju.
3. Þórunn Jónsdóttir Austmann, f. 1815, dó ung.
4. Guðný Jónsdóttir Austmann húsfreyja, f. 17. júní 1816, d. 20. júlí 1889, kona Sigurðar Einarssonar bónda á Kirkjubæ. Hún varð síðar húsfreyja í Einholti á Mýrum, gift sr. Ólafi Magnússyni, síðast húsfreyja í Þórisdal í Lóni, gift Jóni Brynjólfssyni.
5. Lárus Jónsson Austmann, f. 1818, d. 5. mars 1834, drukknaði í Þurfalingsslysinu.
6. Guðmundur Jónsson Austmann, f. (1820).
7. Jórunn Jónsdóttir Austmann húsfreyja í Jómsborg, f. 1821, d. 27. október 1906, fyrr kona Jóns Salómonssonar hafnsögumanns og verzlunarstjóra, síðar gift Engilbert Engilbertssyni verzlunarmanni.
8. Guðfinna Jónsdóttir Austmann húsfreyja, f. 1823, d. 7. apríl 1897, kona Árna Einarssonar bónda og alþingismanns.
9. Vigfús Jónsson Austmann, f. 1826, d. 1826.
10. Stefán Jónsson Austmann bóndi í Draumbæ og Vanangri, skírður 10. okt. 1829, drukknaði af Gauki 13. mars 1874, kvæntur Önnu Valgerði Benediktsdóttur ljósmóður.

Magnús varð stúdent úr Bessastaðaskóla 1839.
Þau Kristín giftust 1844, bjuggu á Vilborgarstöðum 1845-1847, í Nýjabæ 1847-1859.
Magnús var annar tveggja, sem kjörinn var til að sitja Þjóðfundinn 1851 fyrir Vestmannaeyinga. Hinn fulltrúinn var Loftur Jónsson bóndi og mormónatrúboði í Þorlaugargerði, en kosning hans var afturkölluð vegna trúarskoðana hans.
Magnús lést 15. maí 1859 úr brjóstverk.

Kona Magnúsar, (23. desember 1844), var Kristín Einarsdóttir húsfreyja, f. 5. nóvember 1817, d. 6. október 1899. Hún átti síðar Þorstein Jónsson bónda og alþingismann.
Barn Magnúsar og Kristínar var
1. Jón Magnússon, f. 23. nóvember 1845 á Vilborgarstöðum, d. 30. nóvember 1845 úr ginklofa.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.