Magnús B. Jónsson (rektor)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Magnús Birgir Jónsson frá Stóra-Gerði, skólastjóri, prófessor, rektor Bændaskólans á Hvanneyri fæddist 24. ágúst 1942 í Hábæ.
Foreldrar hans voru Jón Magnússon frá Brekkum á Rangárvöllum, bústjóri, bóndi, f. 22. október 1911, d. 10. janúar 1982, og kona hans Ingibjörg Magnúsdóttir frá Dyrhólum í Mýrdal, húsfreyja, f. 17. desember 1909, d. 5. nóvember 1978.

Magnús Birgir Jónsson.

Barn Jóns:
1. Þóra Kristín Jónsdóttir, síðar bóndi á Mel í Þykkvabæ, f. 26. maí 1937. Hún býr í Reykjavík.

Börn Ingibjargar og Jóns:
2. Magnús Birgir Jónsson skólastjóri á Hvanneyri, f. 24. ágúst 1942.
3. Sigurborg Erna Jónsdóttir húsfreyja, kennari, f. 18. nóvember 1943 í Hábæ.
4. Inga Jóna Jónsdóttir húsfreyja, læknafulltrúi, f. 5. maí 1950 í Gerði.

Magnús var með foreldrum sínum í æsku.
Nám:
Hann lauk skyldunámi í Gagnfræðaskólanum, sat í landsprófsdeild, en lauk ekki prófi vegna veikinda.
Magnús lauk búfræðinámi í Bændaskólanum á Hvanneyri 1960, tók BSc-próf í búvísindum þar 1963. Hann stundaði framhaldsnám í búfjárrækt við Búnaðarháskólann í Ási í Noregi 1964-1968, lauk licentiatprófi við Landbúnaðarháskóla Noregs (UMB) snemma árs 1969 (dr. scient.) og fjallaði doktorsritgerð hans um bjúfjárkynbætur.
Hann átti námsdvöl í erfða- og kynbótafræðum við Scottish Acricultural College í Edinborg 1980, þriggja mánaða námsdvöl við Danish Institute of Agricultural Science (division of fur animals) 1987. Þá átti hann sex mánaða dvöl við Scottish Agricultural College (SAC) í Edinborg 2005 og sama ár tveggja mánaða dvöl við Royal Veterinary and Agricultural University (KVL), Department of Large Animal Sciences, Kaupmannahöfn 2005.
Fagleg störf:
Magnús var ráðunautur hjá Búnaðarsambandi Suðurlands 1963-1964 og 1970-1972, sérfræðingur hjá norska minkaræktarsambandinu 1968-1970.
Hann var skólastjóri Bændaskólans á Hvanneyri 1972-1984 og aðalkennari (dósent) við búvísindadeild á Hvanneyri frá 1984-1990.
Þá var hann forstöðumaður Hagþjónustu landbúnaðarins 1990-1992, skólastjóri Bændaskólans á Hvanneyri 1992-1999 og rektor Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri 1999-2004, prófessor þar 2005-2007 og í hlutastarfi prófessors þar 2007-2012.
Magnús var landsráðunautur í nautgriparækt (BÍ), í hlutastarfi 2007-2012.
Hann sat í Búfræðslunefnd búnaðarskólanna 1979-1999, var fulltrúi í Íslandsdeild NJF 1982-1986.
Magnús var formaður fyrir samtök norrænna vísindamanna í landbúnaði (NJF) 1984-1990, fulltrúi Íslands í samnorrænni nefnd um skipulagningu doktorsnámskeiða í landbúnaði.
Þá var hann stjórnarmaður í aðalstjórn NOVA háskólans og í stjórn Tækniþróunarsjóðs.

Önnur störf:
Magnús var fulltrúi í hreppsnefnd Andakílshrepps, oddviti 1990-1994,
fulltrúi í stjórn Kaupfélags Borgfirðinga 1986-1998,
fulltrúi í stjórn Vírnets 1996-1998,
fulltrúi í stjórn Hitaveitu Akraness og Borgarfjarðar 1979-1984,
fulltrúi í sóknarvefnd Hvanneyrarkirkju 1973-2005, (formaður 1973-1992),
formaður stjórnar dvalar- og hjúkrunarheimilisins Brákarhlíðar 2006-2018.
Ritverk:
1. Variasjonsårsaker í melkavdråtten hos islandske kyr, licentiatritgerð, 1968.
2. Variasjonsårsaker for noenproduksjonsgenskaper hos mink, 1971.
3. Kynbótaskipulag fyrir íslenska kúastofninn (með Jóni V. Jónmundssyni), 1974.
4. Greinar í íslenskum og og norskum tímaritum og erindi á ráðuneytafundum.
5. Kennslubók í loðdýrarækt.

Þau Steinunn Sigríður giftu sig 1964, eignuðust tvö börn, búa á Hvanneyri.

I. Kona Magnúsar Birgis, (7. júní 1964), er Steinunn Sigríður Ingólfsdóttir húsfreyja, bókasafns- og upplýsingafræðingur, f. 29. desember 1944. Foreldrar hennar voru Ingólfur Sigurðsson frá Móum á Skagaströnd, vélstjóri, bifreiðastjóri á Akranesi, f. 23. maí 1913, d. 28. september 1979, og kona hans Soffía Jónfríður Guðmundsdóttir frá Þingeyri við Dýrafjörð, húsfreyja, f. 3. júní 1916, d. 25. janúar 2004.
Börn þeirra:
1. Soffía Ósk Magnúsdóttir Dayal með doktorspróf í efnafræði, efnafræðingur, húsfreyja á Indlandi, f. 31. mars 1964 á Akranesi. Fyrri maður hennar var Einar Örn Sveinbjörnsson. Síðari maður Soffíu er Dhruv Dayal.
2. Jón Magnússon matreiðslumaður, f. 29. desember 1969 í Ósló. Fyrrum sambúðarkona hans er Eleanor Mary Fane.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Blik 1959
  • Íslendingabók.is.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
  • Magnús.
  • Morgunblaðið 3. febrúar 2004. Minning Soffíu Jónfríðar.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.