Lyngfellisdalur

From Heimaslóð
Revision as of 13:39, 30 July 2007 by Daniel (talk | contribs)
(diff) ← Older revision | Latest revision (diff) | Newer revision → (diff)
Jump to navigation Jump to search
Vestmannaeyingar njótra sólar og samveru á Ræningjaflöt í Lyngfellisdal fyrir mörgum árum.

Lyngfellisdalur er dalur í sunnanverðu Sæfjalli, rétt norður af Kervíkurfjalli. Dalurinn er hátt ofan sjávarmáls.

Í botni Lyngfellisdals er Ræningjaflöt, þar sem sumir segja að sjóræningjarnir í Tyrkjaráninu 16. júní 1627, hafi þurrkað vopn sín og klæði, áður en haldið var til byggða. Flötin var mikið notuð til knattspyrnu- og handknattleiksæfinga á síðustu öld, áður en hinir eiginlegu grasvellir komu til sögunnar.