Lyder Höydahl

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 7. janúar 2023 kl. 14:01 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 7. janúar 2023 kl. 14:01 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Lyder Höydahl“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Lyder Benedikt Larsen Höydahl kaupmaður, lifrarbræðslumaður, bóndi fæddist 27. janúar 1872 í Lille-Höjdal v/ Flora í Sunnefjord í Noregi og lést 3. nóvember 1964.
Hann ólst upp hjá foreldrum sínum í Tun í Höjdal.
Lyder flutti í Eyjafjörð, síðan til Eyja og þá til Ísafjarðar, en sneri til Eyja 1904.
Hann keypti fisklifur og bræddi, stundaði verslun og tók þátt í útgerð. m.a. átti hann 1/5 hlut í Knerri.
Lyder bjó víða í Eyjum, m.a. í Garðhúsum við Kirkjuveg 1906 og 1910, í Jómsborg við Víðisveg 1908, í Þingholti 1911 og 1912, í Steinum við Urðaveg 1913.
Þau Þuríður giftu sig 1913, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu í Valhöll 1915 og 1916, á Geirseyri við Strandveg 1917 og enn 1919, byggðu húsið Sólvelli við Kirkjuveg (Höjdahlshús) og bjuggu þar uns þau fluttu til Reykjavíkur 1924.
Hann stofnaði fyrst til svínaræktar í Skerjafirði, varð að víkja þaðan við hernámið 1940, reisti hús og stofnaði hænsnabú í Sogamýri.
Lyder lést 1964.

I. Kona Lyders, (2. desember 1913), var Þuríður Eyjólfsdóttir frá Reynivöllum í Suðursveit í A.-Skaft., f. 17. júlí 1877, d. 21. febrúar 1967.
Börn þeirra:
1. Ingunn Lovísa Hulda Höydahl verslunarmaður, starfsmaður Kirkjugarða Reykjavíkur, f. 12. desember 1913 í Akrakoti á Álftanesi, Gull., d. 9. mars 2005.
2. Gerda Lísa Höydahl bjó í Noregi, verslunarmaður, húsfreyja, f. 31. október 1916 í Valhöll, d. 21. apríl 2021. Maður hennar Poul Björlykhaug.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 1952. Afmælisgrein í tilefni áttræðisafmælis Lyder.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.