Lilja Hanna Baldursdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Lilja Hanna Baldursdóttir húsfreyja, bankastarfsmaður fæddist 24. júlí 1944 á Borg við Heimagötu 3A.
Foreldrar hennar voru Baldur Ólafsson bankastjóri, f. 2. ágúst 1911 á Hofsósi í Skagafirði, d. 27. desember 1988, og kona hans Jóhanna Andrea Ágústsdóttir húsfreyja, f. 26. ágúst 1907 í Hlíð, d.23. ágúst 1993.

Barn Jóhönnu og Óskars:
1. Guðrún Ágústa Óskarsdóttir, f. 5. maí 1929 á Kiðjabergi, d. 8. desember 2009. Maður hennar Hjálmar Franz Jóhann Eiðsson, látinn.
Börn Jóhönnu og Baldurs Ólafssonar bankastjóra, f. 2. ágúst 1911 á Hofsósi, Skagaf., d. 27. desember 1988.
2. Haraldur Baldursson tónlistarmaður, útibússtjóri, f. 25. febrúar 1932 í Stafholti. Kona hans Gyða Guðmundsdóttir.
3. Birna Baldursdóttir húsfreyja, bankastarfsmaður, f. 26. júní 1933 á Sólbergi. Maður hennar Svavar Davíðsson, látinn.
4. Lilja Hanna Baldursdóttir banka- og skrifstofumaður, f. 24. júlí 1944 á Borg. Maður hennar Atli Aðalsteinsson.

Lilja var með foreldrum sínum.
Hún varð fjórða bekkjar gagnfræðingur í Gagnfræðaskólanum 1961, lauk verslunarprófi í Verslunarskóla Íslands 1964.
Lilja vann í Útvegsbanka Íslands, var skrifstofumaður.
Þau Atli giftu sig 1964, eignuðust þrjú börn. Þau búa við Túngötu 7.

I. Maður Lilju Hönnu, (12. desember 1964), er Atli Aðalsteinsson frá Framnesi, bókhaldari, endurskoðandi, f. 26. júní 1944.
Börn þeirra:
1. Ívar Atlason tæknifræðingur, svæðisstjóri, f. 2. maí 1965. Kona hans Árný Richardsdóttir.
2. Andrea Elín Atladóttir fjármálastjóri, f. 3. september 1969. Fyrrum maður hennar er Stefán Þór Lúðvíksson blikksmiður, eigandi Eyjablikks, f. 26. janúar 1968. Maður hennar Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson framkvæmdastjóri, f. 3. desember 1960.
3. Birkir Atlason verkamaður, sjómaður, f. 12. nóvember 1981.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.