„Lára Kolbeins yngri (Ofanleiti)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
 
Lína 9: Lína 9:
4. [[Eyjólfur Kolbeins (Ofanleiti)|Eyjólfur Kolbeins]], f. 14. október  1929, d. 16. október 2017. Fyrrum kona hans Ragnhildur Lára Hannesdóttir.<br>
4. [[Eyjólfur Kolbeins (Ofanleiti)|Eyjólfur Kolbeins]], f. 14. október  1929, d. 16. október 2017. Fyrrum kona hans Ragnhildur Lára Hannesdóttir.<br>
5. [[Þórey Kolbeins (Ofanleiti)|Þórey Mjallhvít Kolbeins]], f. 31. ágúst 1932, d. 17. júlí 2021. Maður hennar Baldur Ragnarsson, látinn.<br>  
5. [[Þórey Kolbeins (Ofanleiti)|Þórey Mjallhvít Kolbeins]], f. 31. ágúst 1932, d. 17. júlí 2021. Maður hennar Baldur Ragnarsson, látinn.<br>  
6. [[Lára Kolbeins yngri (Ofanleiti)|Lára Ágúst Halldórsdóttir Kolbeins]], f. 31. janúar 1938. Maður hennar Snorri Gunnlaugsson, látinn.<br>
6. [[Lára Kolbeins yngri (Ofanleiti)|Lára Ágústa Halldórsdóttir Kolbeins]], f. 31. janúar 1938. Maður hennar Snorri Gunnlaugsson, látinn.<br>
Fósturbörn Láru og Halldórs:<br>
Fósturbörn Láru og Halldórs:<br>
7. [[Guðrún Guðmundsdóttir (Ofanleiti)|Guðrún Sesselja Guðmundsdóttir]], f. 16. september 1927. Fyrrum maður hennar [[Jón G. Scheving]]. Maður hennar Jón Hjalti Þorvaldsson, látinn.<br>
7. [[Guðrún Guðmundsdóttir (Ofanleiti)|Guðrún Sesselja Guðmundsdóttir]], f. 16. september 1927. Fyrrum maður hennar [[Jón G. Scheving]]. Maður hennar Jón Hjalti Þorvaldsson, látinn.<br>

Núverandi breyting frá og með 25. júlí 2021 kl. 19:52

Lára Kolbeins yngri.

Lára Ágústa Halldórsdóttir Kolbeins frá Ofanleiti, bankaritari, kennari fæddist 31. janúar 1938 á Stað í Súgandafirði.
Foreldrar hennar voru séra Halldór Kristján Eyjólfsson Kolbeins prestur, f. 16. febrúar 1893, d. 29. nóvember 1964, og k.h. Lára Ágústa Ólafsdóttir Kolbeins, f. 26. mars 1898, d. 18. mars 1973.

Börn Láru og Halldórs:
1. Ingveldur Aðalheiður Kolbeins, f. 23. desember 1924, d. 28. október 2015. Maður hennar Sæmundur Jón Kristjánsson, látinn.
2. Gísli H. Kolbeins prestur, f. 30. maí 1926, d. 10. júní 2017. Kona hans Sigríður Ingibjörg Bjarnadóttir Kolbeins, látin.
3. Erna H. Kolbeins, f. 21. janúar 1928, d. 5. september 2007. Maður hennar Torfi Magnússon.
4. Eyjólfur Kolbeins, f. 14. október 1929, d. 16. október 2017. Fyrrum kona hans Ragnhildur Lára Hannesdóttir.
5. Þórey Mjallhvít Kolbeins, f. 31. ágúst 1932, d. 17. júlí 2021. Maður hennar Baldur Ragnarsson, látinn.
6. Lára Ágústa Halldórsdóttir Kolbeins, f. 31. janúar 1938. Maður hennar Snorri Gunnlaugsson, látinn.
Fósturbörn Láru og Halldórs:
7. Guðrún Sesselja Guðmundsdóttir, f. 16. september 1927. Fyrrum maður hennar Jón G. Scheving. Maður hennar Jón Hjalti Þorvaldsson, látinn.
8. Ólafur Valdimar Valdimarsson, f. 28. september 1935, d. 9. febrúar 2017. Kona hans Anna Jörgensdóttir, látin.

Lára var með foreldum sínum í æsku, á Stað í Súgandafirði til 1941, á Mælifelli í Skagafirði 1941-1945, í Eyjum frá 1945.
Hún vann á sumrum á sjúkrahúsi og við afgreiðslu.
Lára lauk stúdentsprófi í Menntaskólanum á Akureyri 1958 og kennaraprófi 1959, sótti námskeið fyrir enskukennara í Hastings á Englandi 1974, í Reykjavík 1977 og 1979.
Hún kenndi við barnaskólann í Njarðvík 1959-1960, við grunnskólann á Patreksfirði janúar 1967-1968 og 1970-1980.
Hún var bankaritari við Eyrarsparisjóð á Patreksfirði til 2005.
Lára sat í barnaverndarnefnd Patreksfjarðar 1973-1974 og fleiri nefndum 1970-1974.
Þau Snorri giftu sig 1960, eignuðust þrjú börn.
Snorri lést 1996.
Lára hefur búið í Reykjavík frá 2007.

I. Maður Láru Ágústu, (6 mars 1960), var Snorri Gunnlaugsson vélstjóri, verslunarmaður, gjaldkeri, f. 2. september 1922 á Brekkuvelli á Barðaströnd, d. 3. desember 1996. Foreldrar hans voru Gunnlaugur Kristófersson bóndi á Brekkuvelli, síðar verkamaður á Patreksfirði, f. 25. maí 1896, d. 3. júní 1979, og kona hans Þuríður Sigríður Ólafsdóttir frá Miðhlíð á Barðaströnd, húsfreyja, f. 24. febrúar 1896, d. 2. desember 1987.
Börn þeirra:
1. Lára Ágústa Snorradóttir húsfreyja, bankastarfsmaður, fulltrúi í Reykjavík, f. 6. september 1960. Maður hennar Hjörtur Sævar Steinason.
2. Helga Snorradóttir húsfreyja, ferðaráðgjafi, kennari, býr í Hafnarfirði, f. 26. júní 1964. Maður hennar Ásbjörn Helgi Árnason.
3. Halldór Kristján Kolbeins Snorrason húsasmiður á Patreksfirði og í Kópavogi, f. 27. nóvember 1965. Fyrrum kona hans Joanne Christine Malone, af írsku kyni. Sambúðarkona hans Valdís Halldórsdóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
  • Morgunblaðið 1996. Minning Snorra Gunnlaugssonar.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.