Kristný Jónína Valdadóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 31. mars 2022 kl. 16:18 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 31. mars 2022 kl. 16:18 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Kristný Jónína Valdadóttir“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
Fara í flakk Fara í leit

Kristný Jónína Valdadóttir frá Sandgerði, húsfreyja fæddist 10. október 1909 í Mið-Skála u. Eyjafjöllum og lést 10. ágúst 1993 í Eyjum.
Foreldrar hennar voru Valdi Jónsson í Sandgerði, f. 10. júlí 1872 í Steinum u. Eyjafjöllum, d. 21. ágúst 1947, og kona hans Guðrún Stefánsdóttir húsfreyja, f. 24. ágúst 1878 í Mið-Skála u. Eyjafjöllum, d. 14. febrúar 1954.

Kristný var með foreldrum sínum, fluttist með þeim til Eyja 1911, var með þeim í Péturshúsi við Urðaveg 9 og í Sandgerði við Vesturveg 9b.
Þau Jens giftu sig 1930, eignuðust sex börn, en misstu eitt þeirra 5 mánaða gamalt. Þau bjuggu á Búrfelli við Hásteinsveg 12 1029, á Dyrhólum við Hásteinsveg 15B, í Drangey við Kirkjuveg 84, í Einidrangi við Brekastíg 29 1941 og síðan.
Jens lést 1992.
Kristný dvaldi að síðustu í Hraunbúðum. Hún lést 1993.

I. Maður Kristnýjar, (31. desember 1930), var Jens Sigurður Ólafsson bifreiðastjóri, f. 19. maí 1909 á Hofsósi, d. 23. febrúar 1992.
Börn þeirra:
1. Ólafur Jensson, f. 26. ágúst 1929 á Búrfelli, d. 28. janúar 1930.
2. Lilja Sigríður Jensdóttir, f. 9. nóvember 1930 á Dyrhólum. Maður hennar var Guðlaugur Þórarinn Helgason, látinn.
3. Fjóla Jensdóttir, f. 15. apríl 1932 á Dyrhólum, d. 31. mars 1986. Maður hennar Bogi Sigurðsson.
4. Guðmunda Guðrún Jensdóttir, f. 13. september 1936. Fyrrum maður hennar Þorbjörn Ásgeirsson.
5. Sigríður Mínerva Jensdóttir, f. 3. nóvember 1943 í Einidrangi. Maður hennar Kristinn Skæringur Baldvinsson.
Fósturdóttir hjónanna, dóttir Guðrúnar Jensdóttur er
6. Guðný Linda Antonsdóttir, f. 14. júlí 1953.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.