Kristmundur Jóhannsson (Götu)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 25. mars 2022 kl. 21:43 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 25. mars 2022 kl. 21:43 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Kristmundur Jóhannes Jóhannsson frá Skíðbakkahjáleigu í A-Landeyjum, sjómaður, bifreiðastjóri, verkamaður fæddist þar 19. október 1899, síðast í Sæviðarsundi 21 í Reykjavík og lést 26. febrúar 1971.
Foreldrar hans voru Jóhann Guðmundsson sjómaður, verkamaður, f. 18. ágúst 1863 í Skíðbakkahjáleigu í A-Landeyjum, d. 25. október 1923, og kona hans Guðný Stefánsdóttir húsfreyja, f. 15. mars 1864 í Ysta-Skála u. Eyjfjöllum, d. 2. mars 1941.

Börn Guðnýjar og Jóhanns í Eyjum:
1. Kristmundur Jóhannes Jóhannsson sjómaður, bifreiðastjóri, verkamaður, síðar í Reykjavík, f. 19. október 1899, d. 26. febrúar 1971.
2. Stefanía Jóhannsdóttir húsfreyja, síðar í Reykjavík, f. 20. mars 1902, d. 6. október 1997.
3. Guðni Jóhannsson skipstjóri, síðar á Seltjarnarnesi, f. 8. október 1905, d. 2. nóvember 1985.
4. Jóel Jóhannsson sjómaður, síðar í Reykjavík, f. 20. febrúar 1911, d. 20. október 1955.
Fósturbarn þeirra var
5. María Konráðsdóttir, síðar húsfreyja í Biskupstungum og Hveragerði, f. 9. september 1916, d. 16. mars 2003.

Kristmundur var með foreldrum sínum í æsku, flutti með þeim til Eyja 1910, bjó með þeim í .Péturshúsi við Urðaveg 9, á Gjábakka við Bakkastíg, Sæbergi við Urðaveg og Götu við Herjólfsgötu 12 og bjó enn í Götu við giftingu 1923.
Hann var sjómaður í byrjun, síðan bifreiðastjóri, verkamaður.
Þau Aðalbjörg giftu sig 1923 í Eyjum, eignuðust þrjú börn Þau voru í húsmennsku á Vattarnesi við Reyðarfjörð og þar fæddust börn þeirra, komu þaðan til Eyja 1930 og bjuggu á Vestari-Vesturhúsum við manntal 1930, á Kalmanstjörn við Vestmannabraut 3 1934 og Fífilgötu 2 1940 og 1945. Þau fluttu til Reykjavíkur um 1946 og bjuggu þar í Nökkvavogi 21 hjá Gunnþóru dóttur sinni.
Kristmundur lést 1971 og Aðalbjörg 1974.

I. Kona Kristmundar Jóhannesar, (17. maí 1923), var Elín Aðalbjörg Þorsteinsdóttir frá Vattarnesi við Reyðarfjörð, vinnukona, síðan húsfreyja í Eyjum, f. 9. september 1902, d. 16. ágúst 1974.
Börn þeirra:
1. Gunnþóra Sigurbjörg Kristmundsdóttir húsfreyja, f. 10. júní 1922 á Vattarnesi, d. 10. júní 2016.
2. Guðný Jóhanna Kristmundsdóttir Valberg húsfreyja í Reykjavík, f. 6. september 1926 á Vattarnesi, d. 28. júlí 2008.
3. Þorkell Kristmundsson, f. 6. nóvember 1928 á Vattarnesi, d. 28. mars 1935.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.