Kristjana Pálína Sveinbjörnsdóttir

From Heimaslóð
Revision as of 21:24, 28 December 2015 by Viglundur (talk | contribs)
(diff) ← Older revision | Latest revision (diff) | Newer revision → (diff)
Jump to navigation Jump to search

Kristjana Pálína Sveinbjörnsdóttir húsfreyja fæddist 9. mars 1913 og lést 22. apríl 1986.
Faðir hennar var Sveinbjörn prentari í Reykjavík og á Akureyri, f. 29. september 1886, d. 2. apríl 1959, Oddsson vefara í Reykjavík 1910, f. 8. ágúst 1853, d. 15. janúar 1934, Tómassonar bónda í Eskiholti í Borgarhreppi í Mýras., f. 4. október 1806, d. 24. ágúst 1858, Guðmundssonar og konu Tómasar, Halldóru húsfreyju, f. 25. maí 1807, d. 19. nóvember 1874, Jónsdóttur.
Móðir Sveinbjörns prentara og kona Odds vefara var Kristbjörg húsfreyja, f. 5. október 1855, d. 30. ágúst 1936, Björnsdóttir bónda víða í Borgarfirði, síðar í Reykjavík, f. 9. október 1809, d. 23. febrúar 1880, Þórðarsonar, og konu Björns, Kristrúnar húsfreyju, f. 31. október 1815, d. 31. ágúst 1877, Magnúsdóttur.

Móðir Kristjönu Pálínu og kona Sveinbjörns var Viktoría Ingibjörg húsfreyja, f. 4. maí 1879, d. 22. apríl 1962, Pálsdóttir bónda á Vatnsenda í Eyjafirði, f. 17. ágúst 1838, d. 19. október 1903, Sveinssonar bónda í Hólakoti og Vatnsenda á Eyjafirði, f. 1801, Sveinssonar, og konu Sveins, Guðbjargar húsfreyju, f. 1799, Pálsdóttur.
Móðir Viktoríu Ingibjargar og kona Páls var Kristjana húsfreyja, f. 16. júní 1850, d. 21. apríl 1916, Sigurðardóttir bónda á Vatnsenda, f. 30. september 1798, d. 13. maí 1869, Gíslasonar og konu Sigurðar, Guðrúnar húsfreyju, f. 1811, Kristjánsdóttur.

Maður Kristjönu Pálínu var Jóhann Óskar Alexis Ágústsson rakari, (Alli rakari), f. 30. október 1915, d. 3. janúar 2002.
Börn þeirra:
1. Guðrún Viktoría, fædd 22. nóvember 1939.
2. Hulda Dóra, fædd 25. nóvember 1943, dáin 13. júní 2006.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.