Kristinn Garðarsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Kristinn Garðarsson landfræðingur, framkvæmdastjóri fæddist 11. júní 1964 á fæðingadeild Landspítalans.
Foreldrar hans voru Garðar Júlíusson frá Stafholti við Víðisveg 7B, rafvirkjameistari, f. 10. nóvember 1932, d. 26. ágúst 1988, og kona hans Sigríður Bjarney Björnsdóttir frá Siglufirði, húsfreyja, f. 17. ágúst 1934, d. 12. ágúst 2023.

Börn Sigríðar og Garðars:
1. Björn Zóphonías Garðarsson kennari í Svíþjóð, f. 23. maí 1955. Kona hans Fjóla Ingólfsdóttir.
2. Kristinn Garðarsson landfræðingur, framkvæmdastjóri, f. 11. júní 1964. Kona hans Sigrún Kristín Barkardóttir.

Kristinn var með foreldrum sínum, á Bakkastíg 7 og 18 og fluttist með þeim til Lands við Gosið 1973.
Hann lauk B.Sc.-prófi í landafræði í H.Í 1988, stundað i framhaldsnám í landafræði (kortagerð) í Bandaríkjunum 1994. Kristinn vann hjá Morgunblaðinu í 29 ár, var kortagerðarmaður og vann við vefhönnun. Hann er nú framkvæmdastjóri Öræfaslóða.
Þau Sigrún Kristín giftu sig 1989, eignuðust þrjú börn. Þau búa í Reykjavík.

I. Kona Kristins, (23. september 1989), er Sigrún Kristín Barkardóttir svæðisstjóri, f. 23 september 1964. Foreldrar hennar Börkur Benediktsson frá Barkarstöðum í Miðfirði, V.-Hún., bóndi, f. 15. nóvember 1925, d. 20. júní 2022, og Sólrún Kristín Þorvarðardóttir frá Skinnastöðum í A.-Hún, húsfreyja, f. 28. nóvember 1938, d. 27. janúar 2022.
Börn þeirra:
1. Börkur Smári Kristinsson umhverfisverkfræðingur, vinnur hjá Pure North, f. 12. desember 1990. Kona hans Sara Björk Lárusdóttir.
2. Sigurður Kristinsson fjármálaverkfræðingur, orkumiðlari á Írlandi, f. 23. mars 1994. Kona hans Sunneva Rán Pétursdóttir.
3. Björn Rúnar Kristinsson, nemur fjármálahagfræði, f. 6. júní 2000, Unnusta hans Fanney Elfa Einarsdóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Kristinn.
  • Morgunblaðið 23. janúar 2022. Minning Sólrúnar Kristínar Þorvarðardóttur.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.