Kristín Jónsdóttir Ásgeirsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Kristín Jónsdóttir Ásgeirsson.

Kristín Jónsdóttir Ásgeirsson fæddist 24. ágúst 1901 í Reykjavík og lést 26. febrúar 1999 í Bandaríkjunum.
Foreldrar hennar voru Jón Antonsson frá Vindheimum í Reykjavík, verkstjóri, skipstjóri, síðar í Vesturheimi, f. 28. ágúst 1879, d. 19. ágúst 1977 og kona hans, (skildu) Kristín Ingvarsdóttir frá Kalmanstjörn í Höfnum, f. þar 27. júlí 1881, d, 22. ágúst 1952.

Kristín var með foreldrum sínum í æsku, en þau skildu. Hún var skráð vinnukona hjá móður sinni og Haraldi í Götu 1916, leigjandi, daglaunakona á Nönnugötu 5 í Reykjavík 1920. Vinnuveitandi Mr. Curry.
Kristín flutti til Bandaríkjanna rúmlega tvítug í boði Jóns föður síns.
Þau Árni kynntust vestra, giftu sig 1925, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu í Forest Street 72, Greenwood í Massachusett.
Árni lést 1967 og Kristín 1999.

I. Maður Kristínar, (1. ágúst 1925), var Árni Ásgeirsson sjómaður, smiður, f. 10. febrúar 1898, d. 4. mars 1967. Foreldrar hans voru Ásgeir Eyþórsson kaupmaður í Straumfirði á Mýrum, Mýras., síðar verslunarmaður í Reykjavík, f. 3. júlí 1868, d. 19. janúar 1942, og kona hans Jensína Björg Matthíasdóttir húsfreyja, f. 3. október 1864, d. 25. október 1928. Árni var bróðir Ásgeirs alþingismanns, bankastjóra og forseta Íslands.
Börn þeirra:
1. Sólveig Árnadóttir Jónsson hjúkrunarfræðikennari, píanóleikari, kennari við Hlíðardalsskóla í Ölfusi og Tónlistarskóla Árnessýslu, f. 5. júní 1927 í Bandaríkjunum, d. 14. mars 2017. Maður hennar Jón Hjörleifur Jónsson.
2. Jón Ásgeir Ásgeirsson lögmaður, f. 18. maí 1929. Kona hans Beverly June Allen.
3. Páll Ásgeirsson gleraugnasérfræðingur, f. 1. júní 1932. Kona hans Phyllis Irene Larsen.
4. Árni Gunnar Ásgeirsson tannlæknir, f. 11. október 1937. Kona hans Ruth Golsner.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.