Kristín Ögmundsdóttir (Görðum)

From Heimaslóð
Revision as of 18:16, 25 September 2023 by Viglundur (talk | contribs)
(diff) ← Older revision | Latest revision (diff) | Newer revision → (diff)
Jump to navigation Jump to search

Kristín Ögmundsdóttir frá Tjarnarkoti á Suðurnesjum, húsfreyja í Görðum fæddist 4. janúar 1885 og lést 24. nóvember 1975.
Foreldrar hennar voru Ögmundur Sigurðsson frá Barkarstöðum í Fljótshlíð, síðar í Tjarnarkoti á Suðurnesjum, f. 3. maí 1859, d. 20. mars 1894, og Helga Arinbjarnardóttir, f. 21. apríl 1863 í Tjarnarkoti, d. 20. ágúst 1924 í Görðum.

Föðurbróðir Kristínar var Högni Sigurðsson hreppstjóri í Baldurshaga.

Kristín var með foreldrum sínum í Tjarnarkoti 1890. Faðir hennar lést 1894 og hún fluttist til Högna frænda síns í Seljalandssel u. Eyjafjöllum. Hún fluttist með honum til Eyja 1901, var vinnukona hjá þeim Mörtu uns hún giftist Árna 1910 og fluttist að Görðum.
Þau Árni fóstruðu 3 börn.
Árni lést 1954 og Kristín 1975.

Maður Kristínar, (14. nóvember 1910), var Árni Jónsson útgerðarmaður og formaður í Görðum, f. 5. desember 1874, d. 8. ágúst 1954.
Fósturbörn þeirra voru:
1. Haukur Lárusson Johnsen, f. 17. nóvember 1914, d. 17. maí 1957. Hann var sonur Lárusar Johnsen frá Frydendal, f. 31. desember 1884, d. 15. október 1930, og Guðlaugar Oddgeirsdóttur frá Ofanleiti, f. 20. janúar 1885, d. 21. desember 1966.
2. Sigurjóna Ólafsdóttir húsfreyja, f. 23. apríl 1916, d. 24. nóvember 1981, dóttir Ólafs Ingileifssonar formanns, f. 9. júní 1891, d. 14. febrúar 1968, og fyrstu konu hans Sigurjónu Sigurjónsdóttur húsfreyju, f. 26. maí 1897, d. 22. nóvember 1918. Maður Sigurjónu í Görðum var Björn Guðmundsson kaupmaður og útgerðarmaður.
3. Sigurína Friðrikka Friðriksdóttir frá Látrum, bróðurdóttir Árna í Görðum, f. 22. desember 1922, d. 22. ágúst 2010. Foreldrar hennar voru Friðrik Jónsson útgerðarmaður og formaður á Látrum, f. 7. desember 1868, d. 29. október 1940, og kona hans Sigurína Katrín Brynjólfsdóttir húsfreyja, f. 7. maí 1884, d. 26. desember 1922.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.