„Kjartan Guðmundsson (ljósmyndari)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
 
Ekkert breytingarágrip
Lína 10: Lína 10:


Ljósmyndir Kjartans eru varðveittar í Ljósmyndasafni Vestmannaeyja. Vestmannaeyjabæ voru gefnar 15.000 glerplötur  og voru það flest mannamyndir. Meirihluti þeirra mynda var greindur en 2.000 plötur fengust ekki greindar (mest myndir af börnum) og var þeim hent. Útimyndaplötur Kjartans hafa dreifst víða og eru nokkrar í eign Ljósmyndasafns Reykjavíkur. Þær glerplötur sem Kjartan tók á Eyrarbakka voru notaðar í húsgrunn þar í bæ. Glerplötur sem voru á leið til varðveislu í Reykjavík glötuðust er Glitfaxi fórst 21. janúar 1951.  
Ljósmyndir Kjartans eru varðveittar í Ljósmyndasafni Vestmannaeyja. Vestmannaeyjabæ voru gefnar 15.000 glerplötur  og voru það flest mannamyndir. Meirihluti þeirra mynda var greindur en 2.000 plötur fengust ekki greindar (mest myndir af börnum) og var þeim hent. Útimyndaplötur Kjartans hafa dreifst víða og eru nokkrar í eign Ljósmyndasafns Reykjavíkur. Þær glerplötur sem Kjartan tók á Eyrarbakka voru notaðar í húsgrunn þar í bæ. Glerplötur sem voru á leið til varðveislu í Reykjavík glötuðust er Glitfaxi fórst 21. janúar 1951.  
== Myndir ==
* Hér má sjá [[:Flokkur:Kjartan Guðmundsson|myndasafn Heimaslóðar]] með myndum hans.


{{Heimildir|
{{Heimildir|

Útgáfa síðunnar 30. júlí 2007 kl. 11:42

Kjartan Guðmundsson fæddist 31. maí 1885 og lést 15. nóvember 1950. Foreldrar hans voru Guðmundur Jónsson, bóndi í Hörgsholti, Hrunamannahreppi, og k.h. Katrín Bjarnadóttir.
Kjartan var ókvæntur og barnlaus.

Kjartan sat skógræktar- og garðyrkjunámskeið vorið 1903 hjá Einari Helgasyni, garðyrkjustjóra í Reykjavík. Hann lærði svo ljósmyndun hjá Carli Ólafssyni um 1906.

Kjartan vann við jarðabótastörf og plægingar víða á Suðurlandi á árunum 1903-1910. Samhliða stundaði hann ljósmyndun og tók ljósmyndunin yfirhöndina frá 1910. Þá hóf hann rekstur ljósmyndastofu á Eyrarbakka. Ljósmyndari var hann í Vík í Mýrdal frá 1916 til 1920.

Kjartan flutti til Vestmannaeyja og starfrækti ljósmyndastofu frá 1924 til 1950. Samhliða ljósmynduninni var hann útgerðarmaður hér í Eyjum.
Starfsmaður ljósmyndastofunnar í Vestmannaeyjum var Eygló Stefánsdóttir.

Ljósmyndir Kjartans eru varðveittar í Ljósmyndasafni Vestmannaeyja. Vestmannaeyjabæ voru gefnar 15.000 glerplötur og voru það flest mannamyndir. Meirihluti þeirra mynda var greindur en 2.000 plötur fengust ekki greindar (mest myndir af börnum) og var þeim hent. Útimyndaplötur Kjartans hafa dreifst víða og eru nokkrar í eign Ljósmyndasafns Reykjavíkur. Þær glerplötur sem Kjartan tók á Eyrarbakka voru notaðar í húsgrunn þar í bæ. Glerplötur sem voru á leið til varðveislu í Reykjavík glötuðust er Glitfaxi fórst 21. janúar 1951.

Myndir



Heimildir

  • Inga Lára Baldvinsdóttir. Ljósmyndarar á Íslandi 1845-1945. Reykjavík: Þjóðminjasafn Íslands og JPV útgáfa, 2001.