Kjartan Ásmundsson (Gjábakka)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Kjartan Ásmundsson frá Stóra-Gjábakka við Bakkastíg 8, sjómaður, stýrimaður, forstöðumaður fæddist þar 23. maí 1949.
Foreldrar hans voru Ásmundur Guðjónsson umboðsmaður, forstjóri, f. 31. desember 1903, d. 12. júní 1964, og kona hans Anna Margrét Friðbjarnardóttir húsfreyja, íþróttakennari, f. 15. ágúst 1921, d. 27. september 2017.

Börn Önnu og Ásmundar:
1. Atli Ásmundsson skrifstofumaður, sendiherra, f. 22. maí 1943. Kona hans Þrúður Helgadóttir.
2. Kjartan Ásmundsson starfsmaður S.Á.Á., forstöðumaður hjá Samskipum, f. 23. maí 1949. Barnsmóðir hans Jonna Elísa Elísdóttir. Kona hans Sigrún Ásmundsdóttir.
3. Gísli Ásmundsson verkstjóri, kaupmaður, f. 15. september 1950, d. 18. mars 2015. Fyrrum sambúðarkona hans Elín Hartmannsdóttir. Fyrrum kona hans Guðrún Emilía Jónsdóttir.
Fósturdóttir Önnu og Markúsar Jónssonar frá Ármótum:
4. Anna Margrét Bragadóttir húsfreyja í Eyjum, f. 30. janúar 1965. Maður hennar Birgir Jóhannesson.

Kjartan var með foreldrum sínum í æsku.
Hann lauk minna fiskimannaprófi í Stýrimannaskólanum í Eyjum 1968.
Kjartan var sjómaður frá 16 ára aldri, háseti á togurum, mest hjá Útgerðarfélagi Akureyringa, einnig stýrimaður á fiskibátum í Eyjum og víðar. Hann var starfsmaður SÁÁ og forstöðumaður hjá Samskipum í 33 ár.
Hann eignaðist barn með Jonnu Elísu 1980.
Þau Sigrún giftu sig 1992, eignuðust tvö börn. Þau búa í Hafnarfirði.

I. Barnsmóðir Kjartans er Jonna Elisa Elísdóttir, f. 3. nóvember 1952.
Barn þeirra:
1. Kristinn Samúel Kjartansson, rekur Aukaraf, f. 17. mars 1980. Kona hans Hrafnhildur Þórisdóttir.

II. Kona Kjartans, (19. desember 1992), er Sigrún Ásmundsdóttir húsfreyja, fulltrúi í utanríkisráðuneytinu, f. 28. apríl 1965. Foreldrar hennar Ásmundur Bjarnason aðalbókari, afreksmaður í íþróttum, f. 17. febrúar 1927, d. 1. febrúar 2024, og kona hans Kristrún Jónía Karlsdóttir húsfreyja, f. 14. ágúst 1928, d. 26. nóvember 2002.
Börn þeirra:
2. Anna Margrét Kjartansdóttir þroskaþjálfi, f. 17. ágúst 1988. Maður hennar Valgeir Magnússon.
3. Ásmundur Kjartansson netsérfræðingur, f. 18. janúar 1990.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Kjartan.
  • Prestþjónustubækur.
  • Skipstjóra- og stýrimannatal. Guðmundur Jakobsson. Ægisútgáfan 1979.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.