Katrín Gunnarsdóttir (Ásgarði)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Katrín og amma hennar og fóstra Katrín Árnadóttir.

Katrín Gunnarsdóttir frá Ásgarði, fornleifafræðingur fæddist þar 1. janúar 1947.
Foreldrar hennar voru Gunnar Grétar Jóhannsson verkamaður á Siglufirði, f. 1. júní 1927, d. 13. september 1974 og barnsmóðir hans Hilda Árnadóttir frá Ásgarði, húsfreyja, talsímakona, f. 19. október 1926, d. 17. desember 2004.
Fósturforeldrar Katrínar voru móðurforeldrar hennar Árni Árnason símritari, f. 19. mars 1901, d. 13. október 1962, og Katrín Árnadóttir húsfreyja, f. 12. október 1905, d. 8. maí 1981.

Katrín var með fósturforeldrum sínum í Ásgarði í æsku.
Hún lauk B.A.-prófi í fornleifafræði í Lundi í Svíþjóð 1995 og M.A.-prófi þar 1998.
Katrín vann á Þjóðminjasafninu, á Fornleifastofnun, sem varð Minjanefnd, á Byggðasafni Skagafjarðar í Glaumbæ, á Byggðasafninu í Hafnarfirði. Hún hefur síðan unnið sjálfstætt með verktöku.
Rit:
Í bókaflokknum Friðaðar kirkjur á Íslandi á hún ritgerðir um kirkjurnar á Tjörn í Svarfaðardal, Miðgarðskirkju í Grímsey og Bakkakirkju í Öxnadal.
Þau Bjarki giftu sig 1971, eignuðust fjögur börn.

I. Maður Katrínar, (28. ágúst 1971), er Bjarki Jóhannesson byggingaverkfræðingur, skipulagsfræðingur, arkitekt, f. 10. júlí 1949 á Akureyri. Foreldrar hans Jóhannes Jósepsson skrifstofumaður, f. 13. apríl 1911, d. 8. október 1995, og kona hans Helga Arnþóra Geirmundsdóttir húsfreyja, f. 1. mars 1918, d. 25. apríl 2004.
Börn þeirra:
1. Guðrún Bjarkadóttir, hjúkrunarfræðingur, íslenskufræðingur, f. 1. apríl 1974 í Rvk. Fyrrum maður hennar Einar Lárusson.
2. María Bjarkadóttir, bókmennta- og bókasafnsfræðingur, með M.A.-próf í ensku. Hún er verkefnastjóri í Borgarbókasafninu, f. 29. mars 1979 í Rvk. Maður hennar Andri Kristjánsson.
3. Kristín Bjarkadóttir, stúdent, f. 9. maí 1981 í Rvk., d. 27. janúar 2002.
4. Jóhann Bjarkason, tónlistarmaður á Englandi, f. 28. desember 1987 í Oxford á Englandi.



Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Katrín.
  • Prestþjónustubækur.
  • Verkfræðingatal. Ritstjóri: Þorsteinn Jónsson. Þjóðsaga ehf. 1996.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.