„Karl Einarsson (sýslumaður)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 1: Lína 1:
[[Mynd:Karl Einarsson.jpg|thumb|200px|Karl Einarsson, sýslumaður og alþingismaður.]]
[[Mynd:Karl Einarsson.jpg|thumb|200px|Karl Einarsson, sýslumaður og alþingismaður.]]
[[Mynd:Mynd-KG-mannamyndir 17894.jpg|thumb|200px|Börn Karls Einarssonar]]


'''Karl Einarsson, sýslumaður''', var alþingismaður Vestmannaeyja frá 1914 til 1923. Karl fæddist í Miðhúsum í Eiðaþinghá þann 18. janúar 1872. Karl lést í Reykjavík þann 20. september 1970. Foreldrar Karls voru Einar Hinriksson (fæddur 25, janúar 1832, dáinn 19. nóvember 1910 í Vestmannaeyjum) bóndi í Miðhúsum, síðar veitingamaður á Seyðisfirði og kona hans Pálína Vigfúsdóttir (fædd 6. apríl 1851, dáin 25. febrúar 1915). Karl kvæntist þann 13. ágúst 1904 Elínu Margréti (fædd 26. september 1879, dáin 31. janúar 1942) dóttur Jónasar Stephensen póstafgreiðslumanns á Seyðisfirði og konu hans Margrétar Stefánsdóttir.  
'''Karl Einarsson, sýslumaður''', var alþingismaður Vestmannaeyja frá 1914 til 1923. Karl fæddist í Miðhúsum í Eiðaþinghá þann 18. janúar 1872. Karl lést í Reykjavík þann 20. september 1970. Foreldrar Karls voru Einar Hinriksson (fæddur 25, janúar 1832, dáinn 19. nóvember 1910 í Vestmannaeyjum) bóndi í Miðhúsum, síðar veitingamaður á Seyðisfirði og kona hans Pálína Vigfúsdóttir (fædd 6. apríl 1851, dáin 25. febrúar 1915). Karl kvæntist þann 13. ágúst 1904 Elínu Margréti (fædd 26. september 1879, dáin 31. janúar 1942) dóttur Jónasar Stephensen póstafgreiðslumanns á Seyðisfirði og konu hans Margrétar Stefánsdóttir.  

Útgáfa síðunnar 11. desember 2010 kl. 21:08

Karl Einarsson, sýslumaður og alþingismaður.
Börn Karls Einarssonar

Karl Einarsson, sýslumaður, var alþingismaður Vestmannaeyja frá 1914 til 1923. Karl fæddist í Miðhúsum í Eiðaþinghá þann 18. janúar 1872. Karl lést í Reykjavík þann 20. september 1970. Foreldrar Karls voru Einar Hinriksson (fæddur 25, janúar 1832, dáinn 19. nóvember 1910 í Vestmannaeyjum) bóndi í Miðhúsum, síðar veitingamaður á Seyðisfirði og kona hans Pálína Vigfúsdóttir (fædd 6. apríl 1851, dáin 25. febrúar 1915). Karl kvæntist þann 13. ágúst 1904 Elínu Margréti (fædd 26. september 1879, dáin 31. janúar 1942) dóttur Jónasar Stephensen póstafgreiðslumanns á Seyðisfirði og konu hans Margrétar Stefánsdóttir.

Karl varð stúdent í Reykjavík 1895. Hann tók lögfræðipróf frá Hafnarháskóla 1903. Karl var settur sýslumaður í Rangárvallasýslu frá 1. ágúst 1904 að telja og sýslumaður í Skaftfellssýslu frá 1. október og gegndi því embætti til 15. júní 1905. Var ráðinn aðstoðarmaður í fjármálaráðuneytinu 1906 og jafnframt málaflutningsmaður við yfirréttinn í Reykjavík.

Var settur sýslumaður í Vestmannaeyjum 1910 til 1924. Karl var sem sýslumaður bæjarstjóri í Eyjum frá stofnun kaupstaðar 1918 uns bæjarstjóri var kosinn 1924. Karl var drifkraftur í ýmsum menningar- og þjóðþrifamálum í Eyjum og var t.d. ásamt Sigurði Sigurfinnssyni frumkvöðull að byggingu barnaskólans við Skólaveg fjórum árum áður en hann var byggður. Hann fluttist eftir það til Reykjavíkur og átti þar heima til æviloka. Karl var skipaður árið 1909 í nefnd til þess að rannsaka hag Landsbankans. Síðar var hann settur gæslustjóri Landsbankans 22. nóvember 1909 til bráðabirgða, en beiddist lausnar níu dögum síðar. Varð að nýju aðstoðarmaður í fjármálaráðuneytinu 1924 til 1. febrúar 1952 og starfaði þá aðallega við endurskoðun.


Heimildir

  • Guðlaugur Gíslason: Eyjar gegnum aldirnar. Frásagnir af mannlífi og atburðum í Vestmannaeyjum frá gamalli tíð og nýrri. Reykjavík, 1982.
  • Þorsteinn Þ. Víglundsson: Blik ársrit Vestmannaeyja 1965. Saga barnafræðslunnar í Vestmannaeyjum 5. kafli 1914-1920.
  • Garður.is