KFS

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 14. júní 2005 kl. 11:38 eftir Jonas (spjall | framlög) Útgáfa frá 14. júní 2005 kl. 11:38 eftir Jonas (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

KFS (Knattspyrnufélagið Framherjar-Smástund) var stofnað 7. september 1997 þegar Íþróttafélagið Framherjar og Knattspyrnufélagið Smástund voru sameinuð. Bæði félögin eru en til og spila þau í Íslandsmóti innanhúsknattspyrnu og auk þess eru leikmenn KFS skráðir í annaðhvort félagið. Rætur liðana beggja má rekja allt aftur til ársins 1990.

Liðin tvö voru stofnuð veturinn 1990. Framherjar var stofnað undir nafninu Amor og keppti undir því nafni til ársins 1993 þegar þurfti að breyta nafninu til að fá inngöngu í ÍSÍ. Liðin kepptu fyrst árið 1991 í utandeildarkeppninni.

Árið 1994 tóku þau svo þátt í 4. deild. Þegar tímabilið 1997-1998 hófst hafði öllum deildunum verið breytt þannig að þær færðust upp um einn tölustaf (fjórða deild varð að þriðju deild, þriðja deild að annari deild, önnur deild að fyrstu deild og fyrsta deild að úrvalsdeild). Þetta tímabil var líka sérstak því þá var í fyrsta sinn sem Framherjar og Smástund spiluðu í sama riðli.