Jónas Jónsson (bifreiðastjóri)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 12. maí 2022 kl. 11:05 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 12. maí 2022 kl. 11:05 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Jónas Jónsson''' bifreiðastjóri fæddist 11. janúar 1924 í Ásnesi og lést 15. mars 2003 á Sjúkrahúsinu.<br> Foreldrar hans voru Jón Jónasson frá Múla, útgerðarmaður, fiskimatsmaður, f. 8. ágúst 1895, d. 23. apríl 1970, og kona hans Anna Einarsdóttir húsfreyja frá Háarima í Djúpárhreppi, Rang., f. 9. febrúar 1895, d. 7. október 1953. Börn Önnu og Jóns:<br> 1. Jónas...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Jónas Jónsson bifreiðastjóri fæddist 11. janúar 1924 í Ásnesi og lést 15. mars 2003 á Sjúkrahúsinu.
Foreldrar hans voru Jón Jónasson frá Múla, útgerðarmaður, fiskimatsmaður, f. 8. ágúst 1895, d. 23. apríl 1970, og kona hans Anna Einarsdóttir húsfreyja frá Háarima í Djúpárhreppi, Rang., f. 9. febrúar 1895, d. 7. október 1953.

Börn Önnu og Jóns:
1. Jónas Jónsson bifreiðastjóri, f. 11. janúar 1924 í Ásnesi, d. 15. mars 2003.
2. Jóhannes Kristinn Jónsson, f. 17. ágúst 1929 á Höfðabrekku, d. 20. janúar 1930.
3. Einar Jóhann Jónsson bifreiðastjóri, f. 15. ágúst 1931 á Höfðabrekku, d. 28. janúar 2018.
4. Karl Gunnar Jónsson skipstjóri, f. 10. febrúar 1937 á Hásteinsvegi 33.

Jónas var með foreldrum sínum í æsku, í Ásnesi, á Höfðabrekku og á Hásteinsvegi 33.
Hann var bifreiðastjóri á Bifreiðastöðinni. Þau Björg bjuggu í Reykjavík í Gosinu 1973 og Jónas vann í Álverinu í Straumsvík. Þau sneru til Eyja.
Þau Björg giftu sig 1946, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu á Hásteinsvegi 28 og Heiðarvegi 48.
Jónas lést 2003 og Björg 2008.

I. Kona Jónasar, (5. október 1946), var Indíana Björg Úlfarsdóttir húsfreyja, verkakona, f. 27. apríl 1924 í Dagsbrún á Vattarnesi við Reyðarfjörð, d. 25. september 2008.
Börn þeirra:
1. Eygerður Anna Jónasdóttir húsfreyja, f. 17. febrúar 1947. Maður hennar Þorsteinn Gísli Þorsteinsson.
2. Ingimar Jónasson, f. 16. ágúst 1952. Kona hans Fríða Sverrisdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.