Jónas Þór Steinarsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 10. september 2022 kl. 17:14 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 10. september 2022 kl. 17:14 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Jónas Þór Steinarsson''' frá Skuld við Vestmannabraut 40, viðskiptafræðingur, framkvæmdastjóri, ráðgjafi fæddist þar 2. október 1946.<br> Foreldrar hans voru Sigurður ''Steinar'' Júlíusson feldskeri, f. 28. janúar 1930 í Eyvindarholti við Brekastíg 7b, og kona hans Guðrún Jónasdóttir frá Skuld, húsfreyja, talsímakona, orðabókarstarfsmaður, f. 17....)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Jónas Þór Steinarsson frá Skuld við Vestmannabraut 40, viðskiptafræðingur, framkvæmdastjóri, ráðgjafi fæddist þar 2. október 1946.
Foreldrar hans voru Sigurður Steinar Júlíusson feldskeri, f. 28. janúar 1930 í Eyvindarholti við Brekastíg 7b, og kona hans Guðrún Jónasdóttir frá Skuld, húsfreyja, talsímakona, orðabókarstarfsmaður, f. 17. janúar 1930 á Hásteinsvegi 28, d. 18. júní 2016.
Fósturforeldrar Jónasar voru móðurforeldrar hans Jónas Sigurðsson frá Skuld, skipstjóri, bátabylgjuvaktmaður, skólahúsvörður, f. 29. mars 1907, d. 4. janúar 1980, og kona hans Guðrún Kristín Ingvarsdóttir húsfreyja, f. 5. mars 1907, d. 26. mars 2005.

Jónas var með móður sinni og síðar fósturforeldrum í Skuld í æsku.
Hann lauk landsprófi í Gagnfræðaskólanum 1962, varð stúdent í Menntaskólanum í Reykjavík 1966, varð viðskiptafræðingur í Háskóla Íslands 1972.
Jónas Þór kenndi við Gagnfræðaskólann í Eyjum 1966-1967, var skrifstofustjóri hjá Félagi íslenskra stórkaupmanna og Bílgreinasambandinu 1972-1977, framkvæmdastjóri þar 1977-1982, framkvæmdastjóri hjá Bílgreinasambandinu 1982-2007.
Hann hefur síðan rekið ráðgjöf og þjónustu fyrir réttinga- og málningaverkstæði.
Þau Þórey giftu sig 1972, eignuðust tvö börn.

I. Kona Jónasar Þórs, (19. desember 1972), er Þórey Mortens, f. 25. október 1947. Foreldrar hennar Emanuel Morthens, f. 14. janúar 1921, d. 17. desember 2016, og kona hans Guðjónína Þorbjörg Ólafsdóttir Morthens, f. 13. desember 1926, d. 15. janúar 2020.
Börn þeirra:
1. Guðjón Ragnar Jónasson búfræðingur, íslenskufræðingur, menntaskólakennari, f. 25. maí 1974. Barnsmóðir hans Þórunn Jónsdóttir.
2. Jónas Páll Jónasson fiskifræðingur hjá Hafrannsóknastofnun, f. 14. ágúst 1976. Kona hans Sólveig Guðrún Hannesdóttir.

Ath. bent er á á Heimaslóð.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.