Jón Hinriksson (Kirkjudal)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Jón Þórarinn Hinriksson.

Jón Þórarinn Hinriksson frá Búðum í Fáskrúðsfirði, sjómaður, vélstjóri, verkamaður fæddist 17. mars 1918 og lést 26. ágúst 1983.
Foreldrar hans voru Hinrik Benedikt Jónsson sjómaður á Melstað á Búðum, f. 6. júlí 1885, d. 11. júní 1975, og kona hans Arnórína Snjófríður Guðnadóttir húsfreyja, f. 24. júlí 1880, d. 27. janúar 1961.

Bróðir Jóns í Eyjum var
1. Elís Hinriksson sjómaður, f. 20. apríl 1919, fórst með vb. Guðrúnu 23. febrúar 1953.

Jón ólst upp hjá foreldrum sínum.
Hann lærði vélstjórn.
Jón hóf sjómennsku 14 ára, þá á opnum bátum. Hann sótti vertíðir í Eyjum, settist þar að.
Þau Sigurlín stofnuðu heimili að Kirkjudal við Skólaveg 45 1941 og bjuggu þar síðan til Goss, eignuðust þrjú börn.
Þau fluttust til Hafnarfjarðar, bjuggu við Laufvang. Þar vann Jón hjá Bæjarútgerð Hafnarfjarðar. Þau bjuggu þar síðan meðan báðum entist líf.
Jón lést 1983 og Sigurlín 1995.

I. Kona Jóns var Sigurlín Ólafsdóttir frá Garðakoti í Mýrdal, húsfreyja, f. þar 12. nóvember 1903, d. 29. maí 1995 á Hrafnistu í Hafnarfirði.
Börn þeirra:
2. Fríður Jónsdóttir, f. 25. júní 1939 í Kirkjudal.
3. Hrefna Jónsdóttir, f. 23. mars 1941 í Kirkjudal.
4. Baldur Jónsson, f. 12. ágúst 1944 í Kirkjudal. Kona hans Guðrún Gunnlaug Matthíasdóttir, Gunnlaugssoar.
Barn Sigurlínar með Gesti Gíslasyni frá Nýjabæ í Þykkvabæ og fósturbarn Jóns:
5. Sólrún Gestsdóttir, f. 14. desember 1930 að Óðinsgötu 30 í Reykjavík, en skírð í Nýborg 1931.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.