Jón Höskuldsson Landeyingur

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 17. ágúst 2015 kl. 13:15 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 17. ágúst 2015 kl. 13:15 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Jón Höskuldsson bóndi í Norðurgarði og Stóra-Gerði fæddist 18. september 1790 í Voðmúlastaða-Miðhjáleigu í A-Landeyjum og lést 14. mars 1877 á Hnappavöllum í Öræfum.
Foreldrar hans voru Höskuldur Jónsson bóndi og smiður á Búðarhóli í A-Landeyjum, f. 8. júní 1767 í Oddakoti þar, d. 21. nóvember 1856 á Búðarhóli, og fyrri kona hans Snjálaug Gísladóttir húsfreyja, f. 1763, d. 31. mars 1809.

Jón var með foreldrum sínum í Miðhjáleigu 1801, smiður í Kornhól 1816.
Þau Sigríður bjuggu í A-Landeyjum 1818-1820.
Þau voru komin að Norðurgarði 1820 og voru þar bændur 1821, og 1822, síðan í Gerði 1823, 1824 til ársins 1825.
Þau komu að Engigarði í Mýrdal 1825, bjuggu þar til 1832, í Görðum þar 1832-1836, á Söndum í Meðallandi 1836-1837, á Hofi í Öræfum 1837 og enn 1845.
Jón var á Austurlandi um skeið, var kvæntur vinnumaður og smiður í Höfða á Vallanessókn á Héraði þar 1850, kvæntur „léttakarl“ þar 1855, kvæntur trésmiður á Staffelli í Fellum þar 1860, en var að lokum ekkill og niðursetningur á Hnappavöllum í Öræfum og lést þar 1877.
Jón var kunnur að fróðleik og sagnalist og nefndi sig „Jón Landeying“.

I. Kona Jóns, (24. maí 1818), var Sigríður Jónsdóttir húsfreyja, f. 15. júní 1795, d. 17. júlí 1862 í Árnanesi í Nesjum í A-Skaft. Þau Jón munu hafa slitið samvistir um 1850 eða fyrr.
Börn þeirra hér:
1. Höskuldur Jónsson, f. 8. mars 1820, d. 3. september 1821 í Norðurgarði.
2. Meyvant Jónsson, f. 5. október 1822 í Norðurgarði, d. 11. október 1822 í Norðurgarði úr „sinadráttarsýki“, mun vera stífkrampi, ginklofi.
3. Sveinn Jónsson, f. 21. desember 1823 í Gerði, d. 1. janúar 1824 í Gerði úr ginklofa.
Síðari börn þeirra fædd utan Eyja:
4. Bergljót Jónsdóttir, f. 20. júní 1825, d. 27. júní 1825.
5. Guðbjörg Jónsdóttir, f. 18. janúar 1827, d. 24. janúar 1827.
6. Meyvant Jónsson, f. 29. október 1828, d. 5. nóvember 1828.
7. Snjólaug Jónsdóttir ljósmóðir í Skálafellsseli í Suðursveit, f. 18. ágúst 1830, d. 29. október 1893.
8. Þorlákur Jónsson bóndi á Hofi í Öræfum, f. 1. janúar 1832, d. 17. nóvember 1895.
9. Guðbjörg Jónsdóttir, f. 6. janúar 1834, d. 13. janúar 1834.
10. María Jónsdóttir, f. 16. febrúar 1836, dó líklega ung.
11. Una Jónsdóttir vinnukona í Skálafellshjáleigu, f. 16. febrúar 1836, d. 2. apríl 1856.
12. Eymundur Jónsson, (tók sér nafnið Meyvant), bóndi í Dilksnesi í Hornafirði, f. 22. desember 1840, d. 1. apríl 1927.

II. Barnsmóðir Jóns var Vilborg Einarsdóttir frá Rofabæ í Meðallandi, f. 17. ágúst 1801, d. 28. maí 1876.
Barnið var
13. Vilborg Jónsdóttir húsfreyja í Rofabæ, f. 12. nóvember 1837, d. 18. júní 1869.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.