Jón B. Jónsson (Sveinsstöðum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
(Endurbeint frá Jón B. Jónsson)
Fara í flakk Fara í leit
Jón B. Jónsson

Benedikt Hákon Jón Jónsson sjómaður fæddist 1. september 1909 í Dal við Kirkjuveg 35 og lést 19. ágúst 1984.
Foreldrar hans voru Jón Benediktsson á Hálsi, verkamaður, bræðslumaður frá Finnbogastöðum í Trékyllisvík, Strand., f. 17. ágúst 1859, d. 22. september 1932 í Eyjum, og kona hans Helga Sigurbjarnardóttir húsfreyja, f. 11. nóvember 1883, d. 12. apríl 1970.

Börn Helgu og Jóns:
1. Hansína Vigdís Jónsdóttir húsfreyja, f. 8. október 1906 í Reykjavík, d. 10. júní 2006.
2. Benedikt Hákon Jón Jónsson sjómaður, f. 1. september 1909 Dal við Kirkjuveg, d. 19. ágúst 1984.
3. Karítas Sæmunda Kristín Jónsdóttir, f. 3. febrúar 1917, d. 20. ágúst 1982.
4. Benedikt Óskar Jónsson, f. 9. júlí 1924, d. 27. september 1992.
Barn Helgu:
5. Þorbjörg Jónsdóttir, f. 25. september 1904, d. 6. mars 1988.

Jón var með foreldrum sínum í æsku, í Dal, í Bræðraborg við Njarðarstíg 3, á Kornhól við Strandveg 1, á Háls við Brekastíg 28, og síðar á Sveinsstöðum.
Hann varð snemma sjómaður, reri hjá Þorgeiri Jóelssyni á Lundanum VE-14 í 15 vertíðir. Nokkur sumur reri hann með öðrum Eyjasjómönnum frá Skálum á Langanesi.
Hann reri einnig á Höfrungi-VE hjá Guðmundi Tómassyni á Bergstöðum. Hann var lengi á Höfrungi, aðallega á sumrin.
Jón bjó með móður sinni og Benedikt Óskari bróður sínum á Sveinsstöðum eftir lát föður síns. Hann flutti til Reykjavíkur 1947, keypti hús í Blesugróf og bjó þar síðar með móður sinni og bróður.
Jón vann í þrjú ár á báti, sem var í vöruflutningum frá Reykjavík til Hvalfjarðar.
Hann bjó með Veróníku Ólafsdóttur frá Bjargi, á Laugavegi 28, en síðar í Mjölnisholti 10. Þar bjó Jón til dánardægurs 1984.

I. Sambúðarkona Jóns var Veróníka Ólafsdóttir frá Bjargi við Miðstræti 13, f. 7. febrúar 1908, d. 10. apríl 1996.
Þau voru barnlaus saman.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.