Jón Þorkelsson (Svaðkoti)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 17. nóvember 2014 kl. 19:54 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 17. nóvember 2014 kl. 19:54 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Jón Þorkelsson bóndi í Svaðkoti fæddist í nóvember 1795 í Danska Garði í Eyjum og fórst 5. mars 1834 af teinæringnum Þurfalingi við Nausthamar með Jónasi Vestmann formanni og 11 öðrum.
Faðir hans var Þorkell Jónsson frá Akurey í V-Landeyjum, tómthúsmaður á Löndum 1801, f. um 1747.
Móðir Jóns var Málfríður Jónsdóttir vinnukona á Kornhólskansi 1801, f. 1774.

Jón var 5 ára með föður sínum á Löndum 1801.
Hann varð bóndi í Svaðkoti.

Kona Jóns var Vigdís Þorbjörnsdóttir húsfreyja, f. 1800, d. 23. febrúar 1860.
Börn þeirra hér:
Börn þeirra hér:
1. Sveinn Jónsson, f. 16. júní 1821, d. 22. júní 1821 úr ginklofa.
2. Jón Jónsson, f. 4. september 1822, d. 13. september 1822 úr sinadráttarveiki, mun vera ginklofi.
3. Vilborg Jónsdóttir húsfreyja í Ólafshúsum , f. 27. október 1823, d. 29. október 1878, kona Jóns Jónssonar bónda.
4. Þorbjörn Jónsson, f. 11. desember 1824, d. 19. desember 1824 úr ginklofa.
5. Guðríður Jónsdóttir húsfreyja á Búastöðum, f. 6. ágúst 1829, d. 15. ágúst 1867, kona Sigurðar Torfasonar hreppstjóra á Búastöðum.
6. Geirdís Jónsdóttir, f. 1. ágúst 1832, d. 7. ágúst 1832 úr ginklofa.
7. Þuríður Jónsdóttir, f. 29. apríl 1834, d. 6. maí 1834 úr ginklofa.


Heimildir