Jón Þorkelsson (Svaðkoti)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 26. október 2013 kl. 21:55 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 26. október 2013 kl. 21:55 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Jón Þorkelsson''' bóndi í Svaðkoti fæddist í nóvember 1795 í Danska Garði í Eyjum og lést 5. mars 1834, fórst 5. mars 1834 af [[Þurfalingur, ára...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Jón Þorkelsson bóndi í Svaðkoti fæddist í nóvember 1795 í Danska Garði í Eyjum og lést 5. mars 1834, fórst 5. mars 1834 af Þurfalingi með Jónasi Vestmann formanni og áhöfn.
Faðir hans var Þorkell Jónsson frá Akurey í V-Landeyjum, tómthúsmaður á Löndum 1801, f. um 1747.
Móðir Jóns var Málfríður Jónsdóttir vinnukona á Kornhólskansi 1801, f. 1774.

Jón var 5 ára með föður sínum á Löndum 1801.
Hann varð bóndi í Svaðkoti.

Kona Jóns var Vigdís Þorbjörnsdóttir húsfreyja, f. 1800, d. 23. febrúar 1860.
Börn þeirra hér:
1. Sveinn Jónsson, f. 16. júní 1821, d. 22. júní 1821.
2. Jón Jónsson, f. 4. september 1822, d. 13. september 1822.
3. Vilborg Jónsdóttir húsfreyja í Ólafshúsum , f. 27. október 1823, d. 29. október 1878, kona Jóns Jónssonar bónda.
4. Þorbjörn Jónsson, f. 11. desember 1824, d. 19. desember 1824.
5. Guðríður Jónsdóttir húsfreyja á Búastöðum, f. 6. ágúst 1829, d. 15. ágúst 1867, kona Sigurðar Torfasonar hreppstjóra á Búastöðum.
6. Geirdís Jónsdóttir, f. 1. ágúst 1832, d. 7. ágúst 1832.
7. Þuríður Jónsdóttir, f. 29. apríl 1834, d. 6. maí 1834.


Heimildir