Jónína Björk Hjörleifsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Jónína Björk Hjörleifsdóttir húsfreyja, sjúkraliði, ræstitæknir, listakona fæddist 24. maí 1966.
Foreldrar hennar Hjörleifur Guðnason múrarameistari, f. 5. júní 1925, d. 13. júní 2007, og kona hans Inga Jóhanna Halldórsdóttir húsfreyja, f. 30. nóvember 1927.

Börn Ingu og Hjörleifs:
1. Lilja Dóra Hjörleifsdóttir, f. 7. október 1947.
2. Guðmunda Hjörleifsdóttir, f. 23. apríl 1949.
3. Guðjón Hjörleifsson, f. 18. júní 1955.
4. Guðni Hjörleifsson, f. 8. nóvember 1957.
5. Halldór Hjörleifsson, f. 9. nóvember 1960.
6. Sigrún Hjörleifsdóttir, f. 25. ágúst 1962.
7. Jónína Björk Hjörleifsdóttir, f. 24. maí 1966.

ctr


Inga, Hjörleifur og börn.
Fremri röð frá vinstri: Sigrún, Hjörleifur, Inga, Jónína. Aftari röð frá vinstri: Guðmunda, Guðjón, Halldór, Guðni og Lilja Dóra.

Jónína var með foreldrum sínum í æsku.
Hún varð sjúkraliði, stúdent og stundaði listnám í Framhaldsskólanum í Eyjum, sótti námskeið í ,,Mætti kvenna“ á Bifröst.
Jónína var sjúkraliði í Eyjum 2013-2017, vinnur við ræstingar hjá Þekkingarsetri Vestmannaeyja og vinnur verk í glermósaik og málar með olíulitum.
Þau Bergur giftu sig 1986, eignuðust fimm börn, en misstu eitt þeirra ungt. Þau bjuggu við Ásaveg 31, búa nú í Litlagerð 2.

I. Maður Jónínu, (24. maí 1986), er Bergur Guðnason skipstjóri, f. 24. desember 1964.
Börn þeirra:
1. Esther Bergsdóttir kennari, f. 31. júlí 1985. Barnsfaðir hennar Guðni Sigurður Guðjónsson. Maður hennar Guðgeir Jónsson.
2. Drengur Bergsson, f. 1987, d. 1987.
3. Ingvar Örn Bergsson sjómaður, f. 21. mars 1989.
4. Þórir Bergsson flugvirki, f. 29. júlí 1992. Sambúðarkona hans Viktoria Walczyk.
5. Inga Jóhanna Bergsdóttir, er við nám, f. 7. janúar 1999. Maður hennar Sindri Ólafsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.