Jóhanna Linnet (Tindastóli)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Jóhanna Eyjólfa Ólafía Seymour Júlíusdóttir húsfreyja á Tindastóli fæddist 6. mars 1890 á Suðurgötu 11 í Reykjavík og lést 29. apríl 1968.
Foreldrar hennar voru Júlíus Jóhann Ólafsson búfræðingur, kennari, kaupmaður, síðar bóndi á Miðjanesi í Reykhólasveit, f. 20. júlí 1863 á Þingvöllum í Helgafellssveit, Snæf., d. 25. mars 1941, og barnsmóðir hans Jórunn Eyjólfsdóttir frá Múla í Gilsfirði, f. 14. maí 1858 á Kletti í Garpsdalssókn, d. 31. mars 1931.

Jóhanna Eyjólfa Ólafía Seymour Júlíusdóttir Linnet.

Jóhanna og Jóhann Pétur giftu sig 1910, bjuggu á Bergstaðastræti 45 í Reykjavík. Þau eignuðust Mjallhvíti 1911. Jóhann Pétur lést 1914.
Jóhanna og Kristján giftu sig 1915, eignuðust sex börn og fóstruðu eitt barn og Kristján ættleiddi Mjallhvíti. Þau bjuggu í fyrstu í Valhöll við Strandveg 43a, byggðu húsið Tindastól við Sólhlíð 17 1926 og bjuggu þar til 1940, er þau fluttu til Reykjavíkur. Þau bjuggu síðast á Sólbergi á Seltjarnarnesi.
Kristján lést 1958.
Jóhanna bjó síðast á Móaflöt í Garðabæ. Hún lést 1968.

1. Maður Jóhönnu, (27. ágúst 1910), var Jóhann Pétur Pétursson gagnfræðingur, verslunarmaður, sjómaður, f. 20. desember 1884 í Sjávarborg í Skagafirði, d. 1914. Foreldrar hans voru Pétur Sigurðsson kaupmaður á Sauðárkróki, f. 26. desember 1835, d. 29. maí 1910, og Margrét Ólafsdóttir, síðar bústýra á Krossanesi í Skagafirði, f. 24. ágúst 1859, d. 17. október 1942.
Barn þeirra:
1. Mjallhvít Margrét Linnet húsfreyja, f. 22. október 1911 í Reykjavík, síðast í Karfavogi 56, d. 21. nóvember 1972.

II. Maður Jóhönnu, (3. júlí 1915), var Júlíus Kristján Linnet lögfræðingur, yfirréttarmálaflutningsmaður, bæjarfógeti, sýslumaður, endurskoðandi í fjármálaráðuneytinu, rithöfundur, ritstjóri, f. 1. febrúar 1881 í Reykjavík, d. 11. september 1958.
Börn þeirra:
1. Henrik Adolf Kristjánsson Linnet læknir, f. 21. júní 1919, d. 6. júní 2014.
2. Elísabet Lilja Linnet innheimtustjóri, f. 1. nóvember 1920, d. 8. september 1997.
3. Stefán Karl Linnet flugumferðarstjóri, ljósmyndari, loftskeytamaður, útsendingarstjóri RÚV, f. 19. nóvember 1922, d. 10. maí 2014.
4. Hans Ragnar Linnet aðalgjaldkeri, f. 31. maí 1924, d. 23. maí 2002.
5. Bjarni Eggert Eyjólfs Linnet póst- og símstöðvarstjóri, f. 1. september 1925, d. 6. september 2013.
6. Anna Kristín Linnet húsfreyja, f. 24. júní 1927, d. 23. nóvember 2021.
Dóttir Jóhönnu og kjörbarn Kristjáns var
7. Mjallhvít Margrét Linnet húsfreyja, f. 22. október 1911, d. 21. nóvember 1972.
Fósturdóttir var
8. Kristín Ásmundsdóttir húsfreyja, rannsóknamaður, f. 26. febrúar 1932, d. 19. júní 2020.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Íslenzkar æviskrár. Páll Eggert Ólason og fleiri. Hið íslenzka bókmenntafélag 1948-1956.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.