Jóhanna Guðrún Þórðardóttir (Vestra-Stakkagerði)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 17. ágúst 2015 kl. 11:24 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 17. ágúst 2015 kl. 11:24 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Jóhanna Guðrún Þórðardóttir húsfreyja í Vestra-Stakkagerði fæddist 2. apríl 1882 og lést 3. september 1923.
Faðir hennar var Þórður húsmaður á Tjörnum undir Eyjafjöllum, í Ámundakoti í Fljótshlíð og á Kirkjulandi í A-Landeyjum, f. 20. ágúst 1853, d. 21. október 1901, Loftsson bónda á Tjörnum þar, f. 13. ágúst 1822, d. 21. desember 1912, Guðmundssonar bónda í Strandarhjáleigu, f. 1787, d. 23. ágúst 1835, Halldórssonar, og konu Guðmundar, Þórunnar húsfreyju, f. 1798, d. 17. september 1843, Loftsdóttur.
Móðir Þórðar og kona Lofts á Tjörnum var Vilborg húsfreyja, f. 5. ágúst 1823, d. 12. júní 1890, Þórðardóttir bónda í Seljalandsseli, skírður 31. ágúst 1792, d. 3. júní 1856, Brynjólfssonar, og konu Þórðar í Seljalandsseli, Kristínar húsfreyju, skírð 3. desember 1779, d. 7. ágúst 1843, Erlendsdóttur.

Móðir Jóhönnu Guðrúnar og kona Þórðar Loftssonar (1. janúar 1880) var Kristólína frá Miðey í A-Landeyjum, f. 23. október 1859 þar, flutti að Dal í Eyjum 1903 og lést 12. mars 1937, Gísladóttir bónda á Miðhúsum í Stórólfshvolssókn, f. 2. október 1829, d. 9. júlí 1897, Böðvarssonar bónda í Háakoti í Fljótshlíð, skírður 4. október 1793, d. 14. júlí 1836, Guðmundssonar bónda í Dalbæ í Hreppum, f. 1763, Böðvarssonar, og konu Guðmundar í Dalbæ, Guðrúnar húsfreyju, f. 1762, Sigurðardóttur.
Móðir Gísla á Miðhúsum og kona Böðvars í Háakoti var Guðrún húsfreyja þar 1835, f. 19. febrúar 1795, d. 3. september 1872, Gísladóttir bónda í Ormskoti í Fljótshlíð 1801, f. 1747, Jónssonar, og konu Gísla, Ragnhildar húsfreyju, f. 1757, Pálsdóttur.
Móðir Kristólínu í Dal og kona Gísla á Miðhúsum var Elín húsfreyja, f. 30. apríl 1836, d. 18. desember 1916, Jónsdóttir bónda í Miðey, f. 7. júlí 1792, d. 5. janúar 1837, Jónssonar bónda á Ljótarstöðum í A-Landeyjum, f. 1766, d. 2. apríl 1842, Þorkelssonar, og konu Jóns á Ljótarstöðum, Margrétar húsfreyju, f. 1765, d. 18. júlí 1834, Hreinsdóttur.

Jóhanna Guðrún var systir:
1. Magnúsar Þórðarsonar formanns í Dal, föður Magneu Lovísu, konu Odds Sigurðssonar.
2. Guðbjargar Þórðardóttur húsfreyju á Fífilgötu 3, f. 31. ágúst 1894, d. 4. desember 1984, konu Árna Þórarinssonar hafnsögumanns.
3. Kristínar á Borg konu Sigurjóns Högnasonar.
4. Ágústs Þórðarsonar fiskimatsmanns á Aðalbóli, sem kvæntur var Viktoríu Guðmundsdóttur húsfreyju, f. 22. febrúar 1897, d. 12. janúar 1995, og
5. Gísla Þórðarsonar sjómanns í Dal, föður
a) Berthu frá Dalbæ, konu Martins Tómassonar og
b) föður Gísla Gíslasonar kaupmanns.

Maður Jóhönnu Guðrúnar, (1907), var Bernótus Sigurðsson formaður og útgerðarmaður í Vestra-Stakkagerði, f. 23. apríl 1884 og drukknaði 13. febrúar 1920.
Barn Jóhönnu Guðrúnar og Bernótusar var
Þórarinn Bernótusson, f. 20. maí 1908, d. 10. ágúst 1943.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Heimaslóð.
  • Manntöl.
  • Íslendingabók.is.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.